Jóhann Árni Ólafsson mun láta af störfum sem þjálfari Grindavíkur hjá í meistaraflokki kvenna í körfuknattleik. Jóhann Árni hefur stýrt liðinu undanfarin tvö ár. Liðið fór upp í Dominso-deildina undir hans stjórn tímabilið 2018-2019. Á nýafstöðnu tímabili féll liðið úr deildinni eftir að hafa hafnað í 8. sæti.
Leit er hafin af nýjum þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi átök í 1. deild kvenna.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Jóhanns fyrir hans störf fyrir félagið á síðustu árum. Jóhann hefur einnig starfað sem yfirþjálfari hjá félaginu. Hann mun láta af því starfi núna í sumar og tekur við starfi forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá Grindavíkurbæ.
Áfram Grindavík!
💛💙