Grindavík heldur sér uppi!!!

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Grindavík komu, sáu og sigruðu er þeir mættu til eyja og sóttu öll stigin þrjú sem tryggir þeim áframhaldandi veru í efstu deild. Grindavík var í þeirri stöðu fyrir leikinn að sigur var nauðsynlegur og ekkert hægt að stóla á aðra.  Grindavík var með 20 stig í næst neðsta sæti en Þór, Keflavík og Fram með 21 stig. Keflavík mætti …

Ferðir upp í Lava á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildarinnar verður haldið í Lava við Bláa Lónið á morgun.  Margir hafa spurst fyrir um bílferðir þangað en hægt verður að panta hjá Gunnari í Salty Tours í síma 820-5750 og hjá knattspyrnudeildinni í síma 698-2941

Grindavík tekur á móti Haukum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík og Haukar mætast í Reykjanesmótinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í íþróttahúsi Grindavíkur, frítt inn. Í síðasta leik fór Grindavík í Keflavík þar sem heimamenn sigruðu 76-60.  Grindavík er enn án útlendings þar sem Giordan Watson er ekki kominn með leikheimild ennþá. Haukar hafa líkt og Grindavík spilaði 4 leiki og sömuleiðis unnið tvo og …

ÍBV – Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Þá er komið að lokaleik Íslandsmótsins í knattspyrnu 2011.  Grindavík sækir ÍBV heim á laugardaginn klukkan 14:00 Leikmenn Grindavíkur munu fara til eyja í dag.  Er það gert vegna veðurs því á morgun er spáð allt upp í 30 metrum á sekúndu og ekki hægt að taka áhættu á ferðalagi á laugardaginn. Veðrið einkenndi einnig leik þessara liða í eyjum …

Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að skipa vinnuhóp sem hafi það að markmiði að leggja fram tillögu um skipulag íþróttasvæðis Grindavíkurbæjar og uppbyggingu mannvirkja til næstu ára. Hópnum er falið að vinna á grunni skýrslu nefndar um Framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæði Grindavíkur. Bæjarstjórn setur verkefninu auk þess eftirfarandi forsendur:• Að sameina inngang og afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar með það …

Íþróttaskóli Ungmannafélags Grindavíkur

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Enn er hægt að skrá börnin í íþróttaskóli UMFG fyrir börn fædd 2006-2007 Ungmannafélag Grindavíkur mun standa fyrir Íþróttaskóla barna í íþróttahúsinu fyrir börn fædd 2006-2007. Námskeiðið byrjar sunnudaginn 25.september 2011 og verður í 6 skipti og eru kl 10:00-10:45. Námskeiðin kosta 2500.- kr Umsjónamaður íþróttanámskeiðsins er Petrúnella Skúladóttir.

Æfingagjöld og skráning í íþróttir hjá UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Æfingagjöld og skráning í íþróttir hjá UMFG Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur innheimti æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 1995-2005. Sjá http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold   Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2011 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá: …

ÆFINGAGJÖLD

Ungmennafélag Grindavíkur Sund

Æfingagjöld fyrir aðra en börn á skólaaldri. Verðskrá 2011-2012. Börn fædd árið 2006  kr 4000 á mánuði. Garpar  kr 4000 á mánuði. Æfingatöflur og aðrar upplýsingar á síðu sunddeildar

Keflavík – Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík sækir Keflavík heim í Reykjanesmótinu í körfubolta í kvöld Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram í Vodafonehöllinni í Reykjanesbæ. Grindavík hefur spilað 3 leiki í mótinu þar sem þeir hafa unnið tvo, nú síðast Breiðablik 93-62, og tapað gegn Stjörnunni. Keflavík hefur hinsvegar unnið sína þrjá leiki.

Grindavík – Fram í dag

Ungmennafélag Grindavíkur Knattspyrna

Það styttist í leikinn við Fram og verður ýmislegt á döfinni fram að leiknum. Stuðningsmannaklúbburinn Stinningskaldi ætlar að hittast hjá Framsókn og byrja að grilla pylsur upp úr hálf tvö og eru allir hvattir til að mæta þangað. Klukkan þrjú hefst dagskráin á Grindavíkurvelli þar sem boltaþrautir fyrir krakkana verður til staðar auk þess að hamborgarar fyrir alla fjölskyldunua verða …