Ungmennafélag Grindavíkur

Íţróttanámskrá taekwondo

Stefna Taekwondo deildar UMFG


•Markmið Taekwondo deildar UMFG er að búa iðkendum góða aðstöðu til að ná sem bestum árangri.
•Í deildinni starfi þjálfarar með menntun, reynslu og hæfni til að takast á við það vandasama verk sem þjálfunin er og geri það af metnaði, aga og virðingu.
•Starfshættir deildarinnar byggjast á fagmennsku, gagnkvæmri kurteisi, aga og virðingu fyrir þjálfurum, iðkendum og fjölskyldum þeirra.

•Með markvissri faglegri þjálfun er þörfum iðkennda á ólíku getustigi mætt og ætíð stefnt að hámarksárangri óháð aldri, kyni og líkamsástandi.
•Þeir sem stefna ekki á keppni eða svart belti fái tækifæri til að stunda Taekwondo við sitt hæfi.
Að iðkendur á öllum getustigum njóti þess að æfa bardagalist þar sem lífsstíll, hugsun og sjálfsagi skiptir ekki minna máli en færni í sjálfsvörn, tækni, formum, brotum og bardaga.

•Til að tryggja góða starfsemi deildarinnar eru stjórnarmenn í góðu sambandi og fara  reglulega yfir stöðu mála. Fara þá yfir hvað betur má fara, hvað gengur vel og hvað framundan er á næstunni.


Taekwondo
- ekki einungis bardagi og sjáfsvörn heldur einnig lífsstíll og hugsun.

Taekwondo deild UMFG
Veturinn 2013-2014 er hópaskiptingin í tveimur hlutum. Annarsvegar 1.- 2. bekkur og hinsvegar 3. bekkur og eldri. Æfingar eru þrisvar sinnum í viku  í litla sal í íþróttahúsinu.

Þjálfaramenntun
Markmið varðandi þjálfaramenntun; að í deildinni starfi þjálfarar með menntun, reynslu og hæfni til að takast á við það vandasama verk sem þjálfunin er og geri það af metnaði, aga og virðingu.
Þjálfarar veturinn 2013 - 2014 eru:
Rut Sigurðardóttir, yfirþjálfari deildarinnar er íþróttafræðingur að mennt sem og hefur lokið þjálfaranámskeiðum ÍSÍ 1a, 1b, og 1c sem og mörgum öðrumnnur námskeiðum.
Rut æfði og keppti með landsliðinu 2002-2009 og hefur orðið íslandsmeistari 9 sinnum og norðurlandameistari þrisvar.
Helgi Rafn Guðmundsson, er einnig íþróttafræðingur að mennt og hefur lokið ýmsum þjálfaranámskeiðum þar á meðal í taekwondo háskólum í Kóreu.
Helgi hefur verið í landsliðinu í mörg ár og hefur unnið marga titla bæði sem keppandi og þjálfari.
Kristmundur Gíslason, hefur sótt þjálfaranámskeið ÍSÍ. Hann hefur miklar reynslu af æfingum og keppni og hefur verið síðustu ár í landsliðinu og hefur unnið marga titla.
Kristmundur leggur stund á nám á afreksbraut í bardagalistum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Björn Lúkas Haraldsson, hefur æft hjá taekwondo deild UMFG nánast frá upphafi. Hann er fyrsti svartbeltingur deildarinnar og hefur unnið fjöldan allan af titlum í mörgum bardagalistum.
Björn Lúkas er einstaklega fær á sínu sviði og hann  leggur einnig stund nám á afreksbraut í bardagalistum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Beltapróf
Í taekwondo er notast við beltakerfi sem sýnir reynslu og iðkun nemenda. Í taekwondo er talað um beltagráður og eru 10 gráður litaðra belta.
Á kóresku kallast þau geup. Einnig eru til svartbeltisgráður og kallast þær dan gráður. Beltapróf í taekwondo eru til að prófa kunnáttu og getu nemenda.
Tími á milli beltaprófa er einstaklingsbundinn og fer eftir kunnáttu, getu, mætingu og viðhorfi hvers og eins.


Kunnátta : Þekking á tækninni sem ætlast er til miðað við beltakröfur.
Geta: Að tæknin sé framkvæmd með viðeigandi hreyfingu, krafti, hraða, nákvæmni og líkamsstöðu. Það er ekki nóg að þekkja til tækninnar heldur þarf hún að vera framkvæmd rétt.
Mæting: Að lágmarki skuluð iðkendur mæta á 20 æfingar á milli beltaprófa að bláu belti og 50 æfingar eftir það. Ath að þótt lágmarksmætingu sé náð jafngildir það ekki því að fá að fara í beltapróf.
Í flestum tilfellum hafa og skulu iðkendur hafa mætt á mun fleiri æfingar en lágmark krefur.
Viðhorf : Hegðun og viðhorf til taekwondo, æfinga og umhverfisins hefur áhrif á hvort iðkendur fá að taka próf eða ekki.
Það er ekki nóg að geta gert tæknina með lágmarksfyrirhöfn, heldur þarf líka að sýna aga, ákveðni og hjálpsemi.

Nánari upplýsingar um beltakröfur má finna á:
http://keflavik.is/taekwondo/upplysingar/beltakrofur/

Mót
Keppt er í taekwondo, enda er taekwondo Ólympíuíþrótt. Keppendum er skipt í flokka og keppa saman eftir ákveðnum reglum, líkt og á æfingum.
Iðkendur eru hvattir til að keppa reglulega til að bæta færni sína í íþróttinni. Á mótum sést enn betur hvort iðkendur séu að bæta sig og læra þá færni sem farið er í á æfingu.
Ennfremur er það einn besti mælikvarðinn á hvort iðkendur geti aðlagað sig að aðstæðum og beitt fjölbreytti tækni gegn ólíkum andstæðingum.

Fyrir rauðbeltis og svartbeltisgráður verða iðkendur að taka þátt í keppnum, en mælt er með því að iðkendur byrji að keppa sem fyrst til að venjast því.
Annars þá geta iðkendur valið hvort og hvenær þeir vilja keppa.

Foreldrar
Foreldrar ættu að reyna eftir fremsta megni að vera börnunum sínum góð fyrirmynd. Til að börnum geti liðið vel með sig sjálf skal skapa þeim umhverfi sem er
þeim jákvæð áskorun, heilsusamlegt, án fordóma og án hræðslu. Foreldrar ættu að  leggja það í vana sinn að tala vel um fólk og hrósa.
Á mótum skulu allir keppendur og þeirra fjölskyldur vera fyrirmyndir. Hvetja sín börn og liðsfélaga þeirra á jákvæðan hátt,
sýna þolinmæði og jákvæðni sama hvort barnið sigrar eða tapar skal sýna þeim stuðning og hrósa þeim fyrir þeirra frammistöðu, án þess að gera lítið úr annaðhvort dómurum eða mótherjum.
Alltaf skal bera virðingu fyrir andstæðingum, dómurum, þjálfurum og starfsmönnum, án þeirra geta börnin ekki keppt.Að veita börnunum sínum stuðning
Ótal viðburðir eru haldnir í taekwondo á hverju ári. Deildin hvetjur iðkendur til að taka þátt í mótum, æfingabúðum, félagslífi, fjáröflunum, aukaæfingum o.s.fv.
Þeir sem það gera endast lengur í íþróttinni og eiga öllu jafnan mun ánægulegri stundir á meðan þeir eru að stunda íþróttina.
Foreldrar ættu að vera hvetjandi þegar kemur að því að sækja viðburði og beina börnunum sínum á réttar brautir. Það er oft erfitt að taka ákvarðanir sem barn, sérstaklega ef maður er því ekki vanur,
og því er gott að eiga foreldra sem sýna stolt sitt og ánægju með virkni barnanna í heilbrigðu íþrótta- og tómstundarstarfi.
Það er ómetanlegur þáttur í að byggja upp heilsusamlegan og langvarandi lífsstíl. Foreldrar eru því hvattir til að sýna börnunum þolinmæði og vera dugleg að taka þátt í áhugamálinu þeirra með þeim,
 og leggja á sig að koma þeim á æfingar, aukaæfingar sem þeim standa til boða ásamt mótum og fleira. Þetta gefur þeim oft meira sjálfstraust og dugnað, og gerir þeirra ástundum ánægulegri.

Fræðsla og forvarnir
Taekwondo deild UMFG hefur reglulega haldið kynningar á íþróttinni ýmist í grunnskólanum í Grindavík eða annarstaðar. Deildin hefur tekið þátt í forvarnardegi forseta íslands sem haldin hefur síðustu ár.
Haldin hafa verið foreldrafundir og foreldradagar með það að markmiði að kynna foreldra fyrir íþróttinni og því sem tengist henni.
Einnig má nálgast ýmsar upplýsingar varðandi íþróttina á netinu www.keflavik.is/taekwondo
http://tki.is/

Um einelti og ofbeldi
Iðkendur taekwondo deildar UMFG taka ekki þátt í einelti eða ofbeldi. Þeir sem það gera eru ekki velkomnir að æfa hjá deildinni.
Öllum er gefið tækifæri á að bæta sig, en það að beita einhvern ofbeldi, sama hvort það er líkamlegt eða andlegt er val,
og það þarf að velja það að gera það ekki ef einhver ætlar að velja það að æfa hjá okkur. Það er þá sama hvort fólk geri það allsgáð eður ei.
Hluti af námsefni í beltakröfum er að læra taekwondo eiðinn og ber nemendum að kunna hann og virða.

Taekwondo eiðurinn
„ Ég lofa að halda hinn sanna anda taekwondo.
Að nota aldrei þá tækni sem mér hefur verið kennd gegn neinum,
nema til sjálfsvarnar, til varnar fjölskyldunni, til lífsbjörgunar
eða þegar mér ber að sinna lögum og reglum þjóðfélagsins. “

Jafnréttismál
Að iðkendur að báðum kynjum og á öllum getustigum njóti þess að æfa bardagalist þar sem lífsstíll, hugsun og sjálfsagi skiptir ekki minna máli en færni í sjálfsvörn, tækni, formum, brotum og bardaga.