Ungmennafélag Grindavíkur

Íþróttanámskrá fimleikadeildar

 Íþróttastefna fimleikadeildar UMFG


1. Andi stefnunnar
Sú stefna sem hér er mælt með hefur það að leiðarljósi að íþróttaiðkun skuli vera þroskandi bæði líkamlega, sálrænt og félagslega.
Með því móti má skapa aðstæður fyrir mun fleiri börn og unglinga til að njóta sín innan íþróttahreyfingarinnar.
Með skipulegri og markvissri þjálfun eins og hér er lýst má skapa börnum og unglingum aðstæður til að verða afreksmenn
seinna meir á lands- eða alþjóða mælikvarða þegar þeir hafa mesta líkamlega og sálræna hæfileika til þess. Að sama skapi er gert ráð fyrir að þeir sem ekki velja afreksmennsku eða keppnisíþróttir fái tækifæri til að stunda íþróttir eða líkamsrækt við sitt hæfi.


2. Skilgreiningar
•Með barnaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum til og með 12 ára.
•Með unglingaíþróttum er átt við íþróttir fyrir börn á aldrinum 13-19 ára.

3. Markmið
Íþróttaþjálfun barna og unglinga hafi eftirfarandi markmið:
•8 ára og yngri:
-Að auka hreyfiþroska.                                                                                                     
   -Að fyrstu kynni af íþróttum verði jákvæð.                                                             
•9-12 ára:
-Að bæta tæknilega færni.                                                                                                   
   -Að auka þol.
-Að auka kraft.                                                                                                                         
 -Að auka liðleika.
Að vekja íþróttaáhuga fyrir lífstíð.
•13-16 ára:
-Að auka þol.                                                                                                                      
 -Að auka kraft.
-Að auka hraða.                                                                                                                         
 -Að auka liðleika.
-Að viðhalda og bæta áður lærða tæknilega færni.
-Að skapa félagslega jákvæðar aðstæður og umhverfi með íþróttastarfinu
-Að kynna keppnis- og afreksíþróttamennsku og þann hugsunarhátt sem nauðsynlegur er til að árangur náist.
-Að kynna þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.
•17-19 ára:
-Að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir.                                                                                  
-Að auka þjálfunarálagið verulega.
-Að innleiða afrekshugsunarhátt hjá þeim sem stefna að þátttöku í keppnis- og afreksíþróttum.
-Að skapa möguleika fyrir þá sem vilja iðka íþróttir sem líkamsrækt og vegna félagsskaparins.

4. Leiðir
Stefnt verði að eftirfarandi leiðum að settum þjálfunarmarkmiðum:
•8 ára og yngri:
-Að æfingarnar séu fjölþættar og stuðli að bættum hreyfiþroska. Hér er átt við æfingar sem örva hinar ýmsu skynstöðvar og unnið sé með grófhreyfingar og fínhreyfingar.
-Að þjálfunin fari fram í leikformi.
-Að æfingarnar séu skemmtilegar.
-Að öll börn fái jöfn tækifæri til þátttöku.
-Að helstu markmið í kennslu
•Að iðkendur kunni að fara rétt í koddnís, handstöðu og handahlaup.

9-12 ára
-Að æfingarnar séu fjölþættar.
-Að aðaláherslan í þjálfuninni sé á þjálfun tæknilegrar færni.
-Að börnin séu hvött til að kynna sér og reyna sem flestar íþróttagreinar.
-Að undirstöðutækni sem flestra íþróttagreina sé lærð.
-Að æfingarnar feli í sér þol, kraft og liðleikaæfingar.
-Að æfingarnar séu skemmtilegar.
-Að háttvísi og íþróttamannsleg framkoma sé kennd.
-Að öll börn fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.
-Að helstu markmið í kennslu
•Að iðkenndur kunni koddnís, handstöðu, handahlaup, kraftstökk, heljarstökk/straight og yfirslag.
•Lögð áhersla á styrktaræfingar og teyjur.
•Að iðkenndur setji sér persónuleg markmið.

•13-16 ára
-Að æfingarnar séu fjölþættar. -Að æfingarnar byggist meira en áður á þoli, krafti og hraðaæfingum ásamt liðleikaþjálfun.
-Að þeirri tæknilegu færni sé viðhaldið sem áður var lærð.
-Að í lok þessa aldursskeiðs hefjist sérhæfing í ákveðnum íþróttagreinum eða greinaflokkum.
-Að sérstök áhersla sé lögð á að skapa unglingum félagslega góðar aðstæður innan íþróttaliðsins eða félagsins. Til þess skulu öll tækifæri sem bjóðast til hópþátttöku, hópferða og félagslegra athafna innan vallar sem utan nýtt til hins ítrasta.
-Að fræðsla um vöxt og þroska fari fram.
-Að fræðsla um heilbrigðan lífsstíl fari fram.
-Að allir unglingar fái tækifæri til æfinga og keppni miðað við þroska og getu.
-Að helstu markmið í kennslur
•Að iðkenndur kunni koddnís, handstöðu, handahlaup, kraftstökk, heljarstökk/straight og yfirslag.
•Mikil áhersla lögð á styrktaræfingar og teygjur.
•Að iðkenndur setji sér persónuleg markmið.

•17-19 ára
-Að æfingarnar séu alhliða og fjölþættar þannig að allir þjálfunarþættir séu teknir fyrir með tilliti til stöðu og hæfileika hvers einstaklings.
-Að sérhæfð afreksþjálfun fari fram og æfingaálagið sé aukið verulega frá því sem áður var sé stefnt að þátttöku í afreksíþróttum.
-Að unglingunum sé gerð full grein fyrir hvaða hugarfar, álag og hæfileika þarf til að ná árangri í afreksíþróttum. 
•Að iðkenndur kunni koddnís, handstöðu, handahlaup, kraftstökk, heljarstökk/straight og yfirslag.
•Mikil áhersla lögð á styrktaræfingar og teygjur.
•Að iðkenndur setji sér persónuleg markmið.

5. Keppni
Keppni barna og unglinga fylgi eftirfarandi áætlun:
Keppni skal miðast við aldur og þroska og að hún sé hvati til ástundunar og framfara svo auka megi líkur á að ná settum þjálfunarmarkmiðum.
•8 ára og yngri:
Keppni í þessum flokki á ekki að vera markmið í sjálfu sér. Sé keppni viðhöfð skal hún fara fram á félagsmótum og mótum þar sem fégalaga úr nágrannafélögum keppa.
Mikil áhersla skal lögð á að allir fái tækifæri til að vera með í keppninni og að enginn skuli útilokaður vegna getu.
Leikur og leikgleði ráði ríkjum í keppninni.
•9-10 ára:
Keppni skal fara fram á félagsmótum sem og á héraðs- og landshlutavísu.
Áhersla skal lögð á liðakeppni og að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu.
•11-12 ára:
Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu. Áhersla skal lögð á liðakeppni og að allir fái tækifæri til að vera með óháð getu.
•13-14 ára:
Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og hugsanlega erlendis.
Liðakeppni skal vera í fyrirrúmi en aukin áhersla miðað við fyrri aldursskeið á keppni milli einstaklinga.
•15-19 ára:
Keppni skal fara fram á félags-, héraðs-, landshluta- og landsvísu og erlendis.
Árangur í keppni orðinn markmið sem stefnt er að og þjálfunin miðast við hvort sem um lið eða einstakling er að ræða.                                                                                                                            
6. Verðlaun og viðurkenningar
Verðlaunaveitingar í keppni barna og unglinga fylgi eftirfarandi áætlun:
•10 ára og yngri:
Allir fái jafna viðurkenningu fyrir þátttöku
•11-12 ára:
Lið vinni til verðlauna.
Einstaklingar geta unnið til verðlauna í einstaklingsgreinum.
Fyrst við 11 ára aldur er leyfilegt að krýna Íslandsmeistara, einstakling eða lið.
•13-19 ára
Lið vinni til verðlauna.
Einstaklingar vinni til verðlauna.
•Óæskilegt er að veita börnum og yngri unglingum stórviðurkenningar s.s. Íþróttamaður félags, bæjar, héraðs, landshluta eða sérsambands.
•Verðlaunaveitingar á uppskeruhátíðum/verðlaunahátíðum séu í anda þess sem fram kemur hér að framan.