Ungmennafélag Grindavíkur

Leiđbeiningar fyrir ćfingagjöld

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið.


Hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra og einnig með því að fá greiðsluseðil í heimabanka. Ef óskað er eftir að ganga frá greiðslu með öðrum hætti skal hafa samband við umfg@umfg.is
Æfingagjöldin miðast við allt tímabilið sem tekið er fram í Nóra, ef iðkandi byrjar æfingar á miðju tímabili skal senda póst á umfg@umfg.is með upplýsingum um hvenær æfingar hófust.

Hér er einnig skjámyndir af skráningaferli


Nýskráning forráðamanns:
1. Farið á síðuna https://umfg.felog.is/ Smellið á "Sjá skilmála" efst á síðunni og hakið síðan við "Samþykkja skilmála" þegar þið hafið lesið skilmálana. Þá verður innskráningarglugginn virkur og þið getið þá annað hvort smellt á hnappinn "Nýskráning" neðst í innskráningarglugganum eða slegið inn kennitölu og lykilorð og smellt á "Innskráning" (ef þið hafið nú þegar skráð ykkur inn í kerfið). Athugið að aðeins 18 ára og eldri geta skráð sig inn.


2.  Nýskráning: Þar setur forráðamaður inn grunnupplýsingar: kennitölu, heimilisfang (munið að breyta póstnúmeri), netfang og gsm númer og velur lykilorð. 

Athugið að "aukanetfang" birtist ekki á netfangalista þjálfara, hvorki aukanetfang iðkanda né forráðamanns. Ef óskað er eftir því að skrá fleiri en eitt netfang iðkanda eða forráðamanns á póstlista skal geri semikommu (;) á milli netfanga (dæmi: hadda@umfg;umfg@umfg.is ).


Til að skrá netfang forráðamanns 2 inn í kerfið þarf viðkomandi forráðamaður einnig að gera Nýskráningu (sjá lið 1). Munið þá að netfang sem á að vera á póstlista má ekki vera skráð sem aukanetfang.
Forráðamenn geta alltaf farið aftur inn í kerfið og breytt þessum grunnupplýsingum. Hægt er að fá nánari upplýsingar á umfg@umfg.is .


3. Þegar þessu er lokið opnast gluggi með yfirliti yfir iðkendur í fjölskyldunni. Ef barnið er ekki á listanum skal ýta á "Nýr iðkandi", velja barnið í flettivalmyndinni og skrá. Þegar iðkandinn hefur verið skráður er ýtt á "Námskeið/flokkar í boði" fyrir aftan nafn barnsins og þar er réttur æfingahópur valinn. Athugið að ef greiðandi er með annað lögheimili en iðkandinn skal hafa samband á umfg@umfg.is

Mín skráning: Upplýsingar um forráðamann. Athugið að "Aukanetfang" birtist ekki á netfangalista þjálfara. Til að skrá upplýsingar um forráðamann 2 þarf hann að skrá sig sjálfur inn í kerfið og setja upplýsingar þar.


Nýr iðkandi: Ef iðkandinn er ekki á listanum þegar smellt er á  "Mínir iðkendur" er honum bætt við hér. Ef forráðamaður er með annað lögheimili en iðkandinn skal senda póst á umfg@umfg.is og óska eftir að viðkomandi verði bætt við sem forráðamanni.


Mínir iðkendur:  Hér birtist listi yfir alla iðkendur. Ef smellt er á "Námskeið/Flokkar í boði" sést hvað er í boði fyrir viðkomandi iðkanda. 


Skráning á námskeið: Hér er gengið frá skráningu. Ath að skrá í allar þær íþróttir sem barnið/börnin ætla að fara í.


Greiða námskeið (ógreitt):  greiðsla æfingagjalda er undir liðnum „Æfingagjöld“ eitt gjald fyrir allar íþróttir,  þegar allar þær íþróttir sem barnið ætlar að stunda hefur verið valið skal fara í þann lið og skrá greiðslur. Velja má um að greiða með greiðslukorti eða skipta greiðslum í heimabanka í tvær greiðslur.


Vantar þig upplýsingar um:
- æfingagjöld,
- Nóra (skráningar- og greiðslukerfið),
- greiðsludreifingu,
- Styrk vegna æfingagjalda
Hadda Guðfinns
umfg@umfg.is
Opnunartími:
Skrifstofa UMFG er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 14:00-17:00
Síminn á skrifstofunni er 426-7775 og er hún í íþróttamiðstöðinni við Austurveg 1-3