Hreyfing 2019 - Betri lífstíll

 • Íţróttafréttir
 • 30. janúar 2019

Við höldum áfram að fjalla um þá hreyfingu sem í boði er í Grindavík en nú fáum við að kynnast því sem Alda og Gerður bjóða upp á hjá Betri lífsíl. Vegna mikillar eftirspurnar um þjálfun ákváðu þær að slá til og byrja að bjóða upp á námskeið. "Við byrjuðum í febrúar 2017 og höfum lítið tekið frí síðan þá. Við finnum fyrir því í okkar nærumhverfi að mörgum langar að vera að æfa en treysta sér ekki ein í líkamsrækt. Utanumhaldið sem við höfum veitt ásamt frábærum félaskap hefur gefið þessum hóp tækifæri á því að hreyfing sé daglegur hluti af þeirra lífi."

Alda Kristinsdóttir er 25 ára háskólanemi en hún er að klára annað árið sitt í Íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Hún er menntaður einkaþjálfari en hún lauk einkaþjálfaraskóla World Class árið 2015 og hefur unnið við þjálfun núna í þrjú ár. Alda hefur alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu, æfði körfubolta á yngri árum og byrjaði snemma að stunda líkamsrækt. Áhugi og metnaður hennar fyrir almennri heilsu er mikill og óskar hún þess að geta miðlað þekkingu sinni áfram og þannig hvatt aðra.

Gerður Rún er þrítugur Vopnfirðingur sem flutti til Grindavíkur árið 2010. Hún er menntuð ÍAK einkaþjálfari og hjúkrunarfræðingur. Hún vinnur á Hjartadeild 14EG inn á Landspítala og hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Hún stundaði knattspyrnu mest alla sína barnæsku en þurfti að hætta útaf meiðslum 2013. Alhliða styrktarþjálfun hefur átt hug hennar sl. áratug og hefur hún keppt 2x í fitness. Hún byrjaði að æfa Crossfit 2016 og líkar vel.
 

En hvernig lýsa þær þeirri líkamsrækt sem þær bjóða upp á?

"Við bjóðum upp á fjölbreytta alhliða styrktaþjálfun þar sem mikil áhersla er lögð á að æfingar séu rétt framkvæmdar. Við byrjum tímann á góðri upphitun, næst er það styrktar- eða þolþjálfun og endum á teygjum. Námskeiðið inniheldur ýmsan fróðleik hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, lokaðan facebook hóp, mælingar á þriggja mánaða fresti og góðan félaskap. Æfingakerfin okkar eru fjölbreytt og skemmtileg með það að markmiði að fólki finnist gaman að komast í gott form og geti hugsað sér að styrktarþjálfun sé partur af þeirra lífsstíl. Stór hluti af hópnum okkar hefur verið með okkur frá upphafi svo við erum greinilega að gera eitthvað rétt."

Hvað komast margir að í hverjum tíma?

"Það hefur verið misjafnt frá því að við byrjuðum. Fyrst valt þetta svolítið á tækjum og tólum sem við höfðum upp á að bjóða en Gym Heilsa hefur bætt aðeins úr því svo við getum tekið við stærri hópum núna. Salurinn rúmar svona 25-30 einstaklinga en það fer svolítið eftir æfingunni sem við setjum upp. Við höfum ýmist verið að keyra eitt eða tvö námskeið í einu og fer það eftir hversu mikið er að gera hjá okkur samhliða þjálfuninni."

Hvaða daga og á hvaða tíma er Betri lífstíll?

"Núna erum við að keyra eitt námskeið og er það kennt 3x í viku. Mánudaga kl. 18:15, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:15, klukkutíma í senn."

Er þetta fyrir alla?

"Já við getum sagt það. Hjá okkur eru kúnnar með ýmis heilsu- eða stoðkerfis vandamál sem hafa náð að vinna á sínum hraða. Við skölum niður æfingar og mætum þannig kúnnanum þar sem hann er staddur. Hjá okkur eru allir að keppa við sjálfan sig og erum við duglegar að láta vita af því reglulega svo keppnisskapið hlaupi ekki með mann í gönur. Við höfum sjálfar verið að eiga við allskonar meiðsli að stríða og erum duglegar að miðla okkar reynslu hvernig hægt sé að styrkja sig þrátt fyrir veikleika í stoðkerfinu." 

Hvaða hreyfing er í uppáhaldi hjá ykkur?

"Virkilega erfitt að velja eitthverja eina hreyfingu, myndum helst vilja segja lyftingar og þá í öllu formi. En líkamsþyngdaræfingar koma líka sterkar inn, enda mjög mikilvægar."

Einhver skilaboð til þeirra sem langar að koma til ykkar en hafa sig ekki af stað?

"Senda okkur skilaboð og ræða við okkur hvert vandamálið sé, við finnum pottþétt lausn á því. Við skorum á karlmenn að kíkja til okkar á námskeiðið en þetta er alls ekki bara námskeið fyrir konur."

Hægt er að senda skilaboð á Öldu á tölvupóstfangið aldakristinsdottir@gmail.com
 

 

 

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 7. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

Íţróttafréttir / 5. nóvember 2019

Vladan Djogatovic áfram međ Grindavík

Íţróttafréttir / 23. október 2019

Grindavík tekur á móti Snćfelli í kvöld kl. 19:15

Íţróttafréttir / 15. október 2019

Sigurbjörn Hreiđarsson nýr ţjálfari

Íţróttafréttir / 10. október 2019

GG leitar ađ ţjálfara

Körfubolti / 2. október 2019

Búningamátun körfuboltans verđur á morgun

Knattspyrna / 25. september 2019

Auka ađalfundur knattspyrnudeildarinnar

Íţróttafréttir / 11. september 2019

Rúnar Sigurjónsson sćmdur gullmerki KSÍ

Íţróttafréttir / 30. ágúst 2019

Knattspyrnuţjálfarar óskast til starfa

Íţróttafréttir / 15. júlí 2019

Heimaleikur á móti ÍA í kvöld

Íţróttafréttir / 10. júlí 2019

Fjórir Grindvíkingar keppa í U-18 í pílukasti

Íţróttafréttir / 8. júlí 2019

Sylvía Sól Íslandsmeistari í tölti ungmenna

Íţróttafréttir / 1. júlí 2019

Grindavík tekur á móti FH í kvöld

Íţróttafréttir / 28. júní 2019

Liđsmenn UMFG á Notđurlandamótinu í Finnlandi 201

Íţróttafréttir / 27. júní 2019

Mjólkurbikarinn: Grindavík heimsćkir FH í kvöld

Nýjustu fréttir

Ray Anthony ţjálfar stelpurnar áfram

 • Íţróttafréttir
 • 14. nóvember 2019

Grindavík semur viđ nýjan framherja

 • Íţróttafréttir
 • 7. nóvember 2019

Grindavík tekur á móti Njarđvík í kvöld

 • Íţróttafréttir
 • 25. október 2019

Janko ráđinn yfirmađur knattspyrnumála UMFG

 • Íţróttafréttir
 • 17. október 2019

Zeba áfram međ Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 11. október 2019

Veronica Smeltzer og Vladan Djogatovic best

 • Íţróttafréttir
 • 1. október 2019

Benóný Ţórhallsson nýr yfirţjálfari yngri flokka

 • Íţróttafréttir
 • 19. september 2019

Lokahóf yngri flokka framundan

 • Íţróttafréttir
 • 9. september 2019

Grindavík mćtir Augnabliki í kvöld kl. 19:15

 • Íţróttafréttir
 • 25. júlí 2019