Grindvíkingar lögđu Íslandsmeistara Vals og skutust upp í 2. sćti

 • Knattspyrna
 • 24. maí 2018

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í gær og má segja að hér í Grindavík hafi verið fullkomnar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Sól og hægur andvari og völlurinn iðagrænn. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru mark strax á 13. mínútu þegar Aron Jóhannsson lét vaða á markið af nokkuð löngu færi. Anton Ari Einarsson, markvörður Valsmanna, hefði mögulega átt að gera betur og verja skotið en brást algjörlega bogalistinn og Grindavík komið í 1-0.

Grindvíkingar voru mjög öruggir í sínum aðgerðum í þessum leik. Þeir létu boltann ganga vel á milli manna og byggðu upp gott spil. En Valsmenn eru engir aukvisar og jöfnuðu leikinn rétt fyrir hálfleik með marki úr vítaspyrnu sem virtist vera réttilega dæmd eftir klaufalegt brot í teignum. Þetta mark hefði eflaust brotið mörg lið niður og virkað eins og ísköld og blaut tuska í andlitið en heimamenn létu engan bilbug á sér finna og héldu áfram að gera sitt í seinni hálfleik. Það voru ekki mörg afgerandi færi sem litu dagsins ljós, en hinn spænski Sito var síógnandi allan leikinn og réðu varnarmenn Valsmanna illa við hann. Það var þó ekki fyrr en á 87. mínútu sem Sito náði bókstaflega að setja mark sitt á leikinn.

Grindvíkingar voru í sókn þegar brotið var klaufalega á hinum unga Degi Hammer. Sito stillti sér upp við boltann og skrúfaði hann glæsilega með vinstri yfir vegginn og í markið. Glæsileg spyrna og vonandi bara upphafið af því sem koma skal frá honum í sumar. 

Með þessum sigri tylltu Grindvíkingar sé í 2. sæti deildarinnar, með 10 stig eftir 5 leiki.

Sito var valinn maður leiksins af Fótbolta.net, en bæði hann og Gunnar Þorsteinsson voru valdir í lið umferðarinnar og Óli Stefán var valinn þjálfari hennar.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Óla Stefán eftir leik

 

Myndasafn og umfjöllun Víkurfrétta

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Skrifađ undir samninga viđ tíu leikmenn

Íţróttafréttir / 14. júní 2018

Rútuferđ Stinningskalda í Grafarvoginn í kvöld

Íţróttafréttir / 6. júní 2018

Sumarćfingar í körfu - Ćfingatafla

Íţróttafréttir / 4. júní 2018

Grindavík tekur á móti Fylki í kvöld

Íţróttafréttir / 4. júní 2018

Dósasöfnun 3. flokks drengja í dag

Íţróttafréttir / 31. maí 2018

Hjólareiđanámskeiđ UMFG hefst í dag

Íţróttafréttir / 31. maí 2018

Grindavík úr leik í Mjólkurbikar karla

Íţróttafréttir / 30. maí 2018

Saltfiskveisla og hamborgarar fyrir leik í kvöld

Íţróttafréttir / 22. maí 2018

Lokahóf yngri flokka á morgun, miđvikudag

Íţróttafréttir / 16. maí 2018

Stelpurnar bíđa enn eftir stigunum

Knattspyrna / 15. maí 2018

Sito í Grindavík

Íţróttafréttir / 15. maí 2018

Grindavík Íslandsmeistarar í 10. fl. kvenna

Íţróttafréttir / 14. maí 2018

Grindavík og KR skildu jöfn á Grindavíkurvelli

Íţróttafréttir / 8. maí 2018

Leik Grindavíkur og KR flýtt, leikiđ á laugardag

Íţróttafréttir / 8. maí 2018

Grindavík vann grannaslaginn viđ Keflavík

Íţróttafréttir / 7. maí 2018

Grindavík Íslandsmeistarar í 9. flokki

Nýjustu fréttir

Grindin býđur á völlinn annađ kvöld

 • Íţróttafréttir
 • 18. júní 2018

Blikar tóku öll stigin í rigningunni í Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 11. júní 2018

Stelpurnar fyrstar í 8-liđa úrslit bikarsins

 • Íţróttafréttir
 • 4. júní 2018

Knattspyrnuskóli UMFG 2018

 • Íţróttafréttir
 • 4. júní 2018

Grindavík og Selfoss skildu jöfn í gćr

 • Íţróttafréttir
 • 30. maí 2018

Ólöf Helga tekur viđ Íslandsmeisturum Hauka

 • Íţróttafréttir
 • 28. maí 2018