Grindvíkingar lögđu Íslandsmeistara Vals og skutust upp í 2. sćti

 • Knattspyrna
 • 24. maí 2018

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í gær og má segja að hér í Grindavík hafi verið fullkomnar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Sól og hægur andvari og völlurinn iðagrænn. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru mark strax á 13. mínútu þegar Aron Jóhannsson lét vaða á markið af nokkuð löngu færi. Anton Ari Einarsson, markvörður Valsmanna, hefði mögulega átt að gera betur og verja skotið en brást algjörlega bogalistinn og Grindavík komið í 1-0.

Grindvíkingar voru mjög öruggir í sínum aðgerðum í þessum leik. Þeir létu boltann ganga vel á milli manna og byggðu upp gott spil. En Valsmenn eru engir aukvisar og jöfnuðu leikinn rétt fyrir hálfleik með marki úr vítaspyrnu sem virtist vera réttilega dæmd eftir klaufalegt brot í teignum. Þetta mark hefði eflaust brotið mörg lið niður og virkað eins og ísköld og blaut tuska í andlitið en heimamenn létu engan bilbug á sér finna og héldu áfram að gera sitt í seinni hálfleik. Það voru ekki mörg afgerandi færi sem litu dagsins ljós, en hinn spænski Sito var síógnandi allan leikinn og réðu varnarmenn Valsmanna illa við hann. Það var þó ekki fyrr en á 87. mínútu sem Sito náði bókstaflega að setja mark sitt á leikinn.

Grindvíkingar voru í sókn þegar brotið var klaufalega á hinum unga Degi Hammer. Sito stillti sér upp við boltann og skrúfaði hann glæsilega með vinstri yfir vegginn og í markið. Glæsileg spyrna og vonandi bara upphafið af því sem koma skal frá honum í sumar. 

Með þessum sigri tylltu Grindvíkingar sé í 2. sæti deildarinnar, með 10 stig eftir 5 leiki.

Sito var valinn maður leiksins af Fótbolta.net, en bæði hann og Gunnar Þorsteinsson voru valdir í lið umferðarinnar og Óli Stefán var valinn þjálfari hennar.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn

Viðtal við Óla Stefán eftir leik

 

Myndasafn og umfjöllun Víkurfrétta

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 31. október 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Íţróttafréttir / 29. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 17. október 2018

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

Íţróttafréttir / 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Grindavík spáđ 6. sćti og 2. sćti

Íţróttafréttir / 1. október 2018

Ćfingatöflur knattspyrnudeildar yngri flokka 2018/2019

Íţróttafréttir / 28. september 2018

Lokaleikur knattspyrnusumarsins á morgun - og svo lokahóf!

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Atvinna - Vallarstjóri (starfmađur viđ íţróttamiđstöđ)

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Grindavík tapađi á Akureyri í 7 marka leik

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Grindavíkurkonur kvöddu efstu deild međ sigri

Íţróttafréttir / 20. september 2018

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Íţróttafréttir / 6. september 2018

Ingibjörg međ Grindavík á ný í vetur

Nýjustu fréttir

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 21. nóvember 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 30. október 2018

Ískaldur 4. leikhluti kostađi Grindvíkinga sigurinn

 • Íţróttafréttir
 • 26. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

 • Íţróttafréttir
 • 16. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

 • Íţróttafréttir
 • 5. október 2018

Forvarnarvikan og UMFÍ leikur

 • Íţróttafréttir
 • 3. október 2018

Óli Stefán tekur viđ KA

 • Íţróttafréttir
 • 3. október 2018