Karfan og knattspyrnan sameinast á vorgleđi stuđningsmanna - FRESTAĐ

 • Körfubolti
 • 4. maí 2018

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur þessum viðburði verið frestað um óákveðin tíma. Ný dagsetning auglýst síðar!

Föstudaginn 11. maí verður blásið til mikillar veislu meðal stuðningsmanna stærstu deilda UMFG þegar knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildin ætla að sameina krafta sína í vorgleði beggja deilda. Miðað við yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeildinni verður ekkert til sparað á þessari gleði og framundan er ógleymanlegt kvöld með frábærum skemmtiatriðum, sannkölluðum veislumat og tónleikum sem enginn má missa af. Skráning á kvöldið er hjá þeim Eiríki Leifssyni í Gula húsinu eða Gunnari Má Gunnarssyni í Sjóvá og rennur skráningarfrestur út þriðjudaginn 8. maí. Takmarkað sætafjöldi í boði svo að það er um að gera að skrá sig tímanlega!

Meðfylgjandi er svo fréttatilkynning deildanna eins og hún leggur sig:

Karfan og knattspyrnan sameinast!

En ekki eins og þú heldur kæri lesandi. Nei en samvinna þessa tveggja stærstu deilda er að aukast og er það vel. Til stóð að halda sameiginlegt herrakvöld í haust síðastliðið með viðeigandi húllumhæ en vegna algjörlega óviðráðandi aðstæðna og utanaðkomandi þátta gekk það ekki upp. Ásamt því að halda sameiginlegt herrakvöld stendur líka til að halda sameiginlegan vorfagnað sem við höfum ákveðið að fái nafnið „Vorfagnaður Stuðningsmanna". Það kvöld verður haldið 11. maí næstkomandi og er ekki herrakvöld heldur verðum við saman konur og menn með áhuga á fótbolta og körfubolta.

Kótilettur og saltfiskréttur sem ljúflingarnir Bíbbinn og Gauti galdra fram, þjálfarar beggja karlaliða mæta á svæðið og við gerum þetta pínu snúið fyrir þá og látum Jóa tala um hvernig þarf að gera þetta í Pepsi deildinni í sumar og Óli fer yfir alla þá þætti sem fóru úrskeiðis á körfubolta tímabilinu. Hinn íðilfagri, ljúfi og hrausti Eysteinn Húni, stundum kallaður Nostone verður veislustjóri en þegar svona kvöld er búið til í fyrsta skipti er ekki hægt að hafa nokkurn annan en Eystein slík er reynsla hans af þessum íþróttum og mannlífi!

Ræðumaður kvöldsins verður á sínum stað en hver það er eða hvar hans staður er verður ekki gefið upp að sinni. Og við verðum svona alvöru „upplifunar/matarhappadrætti" og hver veit nema við bjóðum upp grillveislu með viðeigandi skemmtiatriðum? Síðan til þess að toppa þetta allt saman fáum við tríóið sem gert hefur allt vitlaust á Bryggjunni kvöld eftir kvöld, eftir kvöld, eftir kvöld? „Opið svið sérfræðingarnir" kunna þetta og til þess að toppa þetta þá fylgir hverjum miða eitt lag að eigin vali sem viðkomandi má syngja með bandinu.

Þótt fyrirvarinn sé stuttur er allt hægt og það er vel við hæfi að halda þetta 11. maí því það er jú gamli góði lokadagurinn á netavertíð!
 
Vorið komið, hugur í fólki og sumarið á næsta leiti, er hægt að hugsa sér það betra? Það er takmarkaður sætafjöldi og því hvetjum við alla til þess að setja sig í samband við Gunnar Má í Sjóvá eða Eirík Leifs í Gula húsinu til að nálgast miða.

Nú er lag gott fólk, sama hvort þú fylgist með körfubolta eða fótbolta. Við erum undir sama fallega merkinu. Merki ungmennafélags Grindavíkur. Þetta kvöld erum við sameinuð!

Og aldrei verður það nógu mikið ítrekað, til þess að allt gangi að óskum þurfum við að fá snaggaraleg viðbrögð hjá ykkur til að auðvelda undirbúning. Við þurfum að vita af komu ykkar fyrir þriðjudaginn 8 maí.

Miðaverð - 6.000kr en 10:000 kr á hjón og pör. Inni í miðaverðinu er að sjálfsögðu lag að eigin vali með húsbandinu.

Hlökkum til!

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 2. janúar 2019

Viđurkenningar fyrir fyrstu landsleiki

Íţróttafréttir / 31. desember 2018

Ólafur og Ólöf Rún íţróttafólk ársins 2018

Íţróttafréttir / 31. október 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Íţróttafréttir / 29. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 17. október 2018

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

Íţróttafréttir / 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Óli Stefán tekur viđ KA

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Grindavík spáđ 6. sćti og 2. sćti

Íţróttafréttir / 2. október 2018

Sam og Rio valin best á lokahófi knattspyrnudeildarinnar

Íţróttafréttir / 1. október 2018

Ćfingatöflur knattspyrnudeildar yngri flokka 2018/2019

Knattspyrna / 1. október 2018

Vinningshafar í happadrćtti knattspyrnudeildar

Íţróttafréttir / 28. september 2018

Lokaleikur knattspyrnusumarsins á morgun - og svo lokahóf!

Íţróttafréttir / 25. september 2018

Atvinna - Vallarstjóri (starfmađur viđ íţróttamiđstöđ)

Nýjustu fréttir

Ađalfundur GG fer fram 2. febrúar

 • Íţróttafréttir
 • 3. janúar 2019

Reynslubolti til liđs viđ Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 2. janúar 2019

Ţau fengu hvatningarverđlaun

 • Íţróttafréttir
 • 2. janúar 2019

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 21. nóvember 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 30. október 2018

Ískaldur 4. leikhluti kostađi Grindvíkinga sigurinn

 • Íţróttafréttir
 • 26. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

 • Íţróttafréttir
 • 16. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

 • Íţróttafréttir
 • 9. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 8. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

 • Íţróttafréttir
 • 5. október 2018

Forvarnarvikan og UMFÍ leikur

 • Íţróttafréttir
 • 3. október 2018