Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

 • Körfubolti
 • 19. mars 2018

Grindvíkingar voru nokkuð nálægt því að stela heimavallarréttindum af Tindastóli í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla, en framlengja þurfti leikinn. Jafnt var á öllum tölum eftir 40 mínútur, staðan 81-81. Dagur Kár hafði komið Grindvíkingum 3 stigum yfir þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum og má segja að okkar menn hafi á þeim tímapunkti verið með sigurinn í höndunum, en í viðtali við Vísi eftir leik sagði Jóhann Þór þjálfari að Grindvíkingar hefðu kastað leiknum frá sér.

Tindastóll náði svo að jafna leikinn með tveimur körfum, fyrst setti Pétur Rúnar niður 1 víti af 2 en heimamenn náðu sóknarfrákastinu, fá þriggja stigaskot úr horninu sem klikkar en Sigtryggur Arnar sveif manna hæst í gegnum teiginn og jafnaði leikinn þegar 11,7 sekúndur voru til leiksloka. Mögulega hefði mátt dæma sóknarvillu þar sem Arnar ýtti Ingva Þór hressilega frá sér til að komast að körfunni en dómararnir sáu ekkert athugavert við þessa flugferð.

Grindvíkingar tóku leikhlé og uppúr því fékk Jóhann Árni galopið þriggjastiga skot en ofan í vildi boltinn ekki. Framlenging því niðurstaðan þar sem Stólarnir reyndust ögn sterkari, lokatölur 96-92. Naumt tap staðreynd en ef Grindvíkingar spila af sömu hörku og ákafa í þeim leikjum sem eftir eru er ljóst að þeir eiga góðan möguleika á að leggja Stólana þrisvar sinnum og tryggja sig áfram í 4-liða úrslit.

Dagur Kár og Bullock voru stigahæstir Grindvíkinga, með 26 og 25 stig og Dagur bætti við 8 stoðsendingum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var einnig drjúgur, setti 19 stig og tók 14 fráköst.

Tölfræði leiksins

Hér má horfa á leikinn í heild sinni

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 23. febrúar 2019

Ađalfundur UMFG 2019

Körfubolti / 16. febrúar 2019

10. flokkur stúlkna bikarmeistarar

Íţróttafréttir / 30. janúar 2019

Hreyfing 2019 - Betri lífstíll

Íţróttafréttir / 3. janúar 2019

Ađalfundur GG fer fram 2. febrúar

Íţróttafréttir / 2. janúar 2019

Reynslubolti til liđs viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 2. janúar 2019

Ţau fengu hvatningarverđlaun

Íţróttafréttir / 21. nóvember 2018

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

Íţróttafréttir / 30. október 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

Íţróttafréttir / 26. október 2018

Ískaldur 4. leikhluti kostađi Grindvíkinga sigurinn

Íţróttafréttir / 17. október 2018

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

Íţróttafréttir / 16. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

Íţróttafréttir / 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Íţróttafréttir / 8. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

Nýjustu fréttir

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG

 • Íţróttafréttir
 • 19. febrúar 2019

Grindavík semur viđ heimamenn

 • Íţróttafréttir
 • 6. febrúar 2019

Knattspyrnudeildin auglýsir eftir framkvćmdastjóra

 • Íţróttafréttir
 • 1. febrúar 2019

Verđur Ingibjörg sannspá?

 • Íţróttafréttir
 • 23. janúar 2019

Viđurkenningar fyrir fyrstu landsleiki

 • Íţróttafréttir
 • 2. janúar 2019

Ólafur og Ólöf Rún íţróttafólk ársins 2018

 • Íţróttafréttir
 • 31. desember 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

 • Íţróttafréttir
 • 31. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 29. október 2018