Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

 • Körfubolti
 • 19. mars 2018

Grindvíkingar voru nokkuð nálægt því að stela heimavallarréttindum af Tindastóli í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla, en framlengja þurfti leikinn. Jafnt var á öllum tölum eftir 40 mínútur, staðan 81-81. Dagur Kár hafði komið Grindvíkingum 3 stigum yfir þegar 21 sekúnda var eftir af leiknum og má segja að okkar menn hafi á þeim tímapunkti verið með sigurinn í höndunum, en í viðtali við Vísi eftir leik sagði Jóhann Þór þjálfari að Grindvíkingar hefðu kastað leiknum frá sér.

Tindastóll náði svo að jafna leikinn með tveimur körfum, fyrst setti Pétur Rúnar niður 1 víti af 2 en heimamenn náðu sóknarfrákastinu, fá þriggja stigaskot úr horninu sem klikkar en Sigtryggur Arnar sveif manna hæst í gegnum teiginn og jafnaði leikinn þegar 11,7 sekúndur voru til leiksloka. Mögulega hefði mátt dæma sóknarvillu þar sem Arnar ýtti Ingva Þór hressilega frá sér til að komast að körfunni en dómararnir sáu ekkert athugavert við þessa flugferð.

Grindvíkingar tóku leikhlé og uppúr því fékk Jóhann Árni galopið þriggjastiga skot en ofan í vildi boltinn ekki. Framlenging því niðurstaðan þar sem Stólarnir reyndust ögn sterkari, lokatölur 96-92. Naumt tap staðreynd en ef Grindvíkingar spila af sömu hörku og ákafa í þeim leikjum sem eftir eru er ljóst að þeir eiga góðan möguleika á að leggja Stólana þrisvar sinnum og tryggja sig áfram í 4-liða úrslit.

Dagur Kár og Bullock voru stigahæstir Grindvíkinga, með 26 og 25 stig og Dagur bætti við 8 stoðsendingum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var einnig drjúgur, setti 19 stig og tók 14 fráköst.

Tölfræði leiksins

Hér má horfa á leikinn í heild sinni

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Íţróttafréttir / 6. september 2018

Ingibjörg međ Grindavík á ný í vetur

Íţróttafréttir / 3. september 2018

Grindavík og Breiđablik skildu jöfn í Kópavogi

Íţróttafréttir / 31. ágúst 2018

Ćfingatöflur körfuknattleiksdeilda UMFG 2018-2019

Íţróttafréttir / 27. ágúst 2018

Terrell Vinson til liđs viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 24. ágúst 2018

Stundatöflur deilda 2018-2019

Íţróttafréttir / 21. ágúst 2018

Tveir erlendir leikmenn semja viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Íţróttafréttir / 2. júlí 2018

Fýluferđ til Vestmannaeyja

Íţróttafréttir / 28. júní 2018

8-liđa úrslit í Mjólkurbikarnum á föstudaginn

Íţróttafréttir / 25. júní 2018

Stelpurnar sóttu stig til Eyja

Íţróttafréttir / 22. júní 2018

Skrifađ undir fjóra leikmannasamninga í gćr

Íţróttafréttir / 21. júní 2018

Jafnt hjá Grindavík og HK/Víkingi

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Grindin býđur á völlinn annađ kvöld

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Skrifađ undir samninga viđ tíu leikmenn

Nýjustu fréttir

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

 • Íţróttafréttir
 • 20. september 2018

Óli Stefán lćtur af störfum í lok tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 4. september 2018

Grindvíkingar steinlágu í Lautinni

 • Íţróttafréttir
 • 28. ágúst 2018

17 ára í U19 landsliđiđ

 • Íţróttafréttir
 • 22. ágúst 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 25. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018