Strákarnir lokuđu deildinarkeppninni međ fjórđa sigurleiknum í röđ

 • UMFG
 • 9. mars 2018

Grindvíkingar enduðu Domino's deildina á góðri siglingu í gær þegar þeir lönduðu sínum fjórða sigri í röð. Fallnir Þórsarar frá Akureyri voru mættir í heimsókn í Mustad-höllina en það var þó ekki að sjá á leik þeirra í byrjun að þarna væri dauður maður gangandi. Grindvíkingar þurftu að hafa töluvert fyrir sigrinum að þessu sinni en leikurinn var í járnum mestan partinn af leiktímanum og það var ekki fyrr en í lokin sem Grindvíkingar settu í gírinn og keyrðu yfir gestina. Þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan nefnilega 83-84 en heimamenn unnu þessar síðustu 5 mínútur 21-5 og lokatölurnar því 104-89.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson var á staðnum og ritaði umfjöllun um leikinn fyrir karfan.is:

Dagur Kár leiddi Grindavík til sigurs á Þór Ak

Undirritaður mættur á sinn heimavöll í Grindavík á lokaleikinn í Dominos-deildakeppninni og er andstæðingurinn Þór frá Akureyri.  Mikil pressa eftir stórkostlega frammistöðu Siggeirs meðreiðarsveins míns hér á grindvíska ritvellinum í síðasta leik á móti ÍR!  

Frekar dræm mæting og gestirnir ekkert út um allt en þó kem ég auga á Akureyringinn Óðinn Árnason og hina grindvísku frú hans og leikmann Þórs, Ernu Rún Magnúsdóttur en þau eru aftur flutt í grindvísku paradísina.

Hlutskipti liðanna talvert ólík en Grindavík kemur á blússandi siglingu inn í úrslitakeppnina en Þórsarar kveðja Dominos að þessu sinni.  Grindavík fer aldrei neðar en 6. sætið og þurfa að treysta á sigur Hattar á Njarðvík til að fara upp fyrir granna sína.

En að leiknum.

Þáttaskil

Spurning hvort hægt er að tala um einhver þáttaskil í þessum leik þar sem værukærð virtist hrjá heimamenn sem smitaði sig jafnvel í gestina.  Gæðin ef gæði skyldi kalla engin til að byrja með og mikið um tapaða bolta.  Í stöðunni 34-34 í 2. leikhluta var Jóhanni þjálfara Grindavíkur nóg boðið og tók leikhlé til að reyna vekja sína menn.  Þeir voru 27-17 yfir eftir opnunina en þá tók sig upp aftur gamla værukærðin sem mér hefur oft fundist hrjá Grindvíkinga.  Þeir fara oft niður á sama level og andstæðingurinn.  Allt í járnum og staðan 49-47 í hálfleik og á fasi Jóhanns þjálfara að dæma þá grunar mig að hann muni setja hárþurrkuna í gang í hálfleik.....  Ég er nálægt klefanum og ætla að forða mér!    

Tölfræðin lýgur ekki

Því miður er ekki hægt að mæla værukærð eina og sér en ef þú lesandi góður hefðir verið á leiknum þá hefðirðu komið auga á hana.  Eins frábærir og heimamenn voru í síðasta heimaleik á móti ÍR sem ég sá og þá sérstaklega frá með lokum 3. leikhluta og í raun síðan þeir unnu Stjörnuna úti, þá voru þeir jafn lélegir að þessu sinni og ljóst að þeir staldra stutt við í úrslitakeppninni með svona leik.  Vörnin sem hefur verið frábær að undanförnu víðs fjarri en einhvers staðar segir að vörn sé barátta og barátta sé hugarfar.  Það er kannski akkurat mergur málsins, hugarfarið ekki rétt hjá heimamönnum en væntanlega verður það öðruvísi þegar út í alvöru úrslitakeppninnar er komið.  Fallnir Þórsarar hins vegar flottir og berjast vel fyrir sínu.  

Jóhann lét varamenn sína fyrir utan Dag klára síðustu mínútur 3. leikhluta og duttu þá menn eins og Þorsteinn í smá gír og komu 9 grindvísk stig í röð og munaði 5 stigum fyrir lokabardagann, 72-67.

Þegar rúmar 6 mínútur lifðu leiks voru Þórsarar komnir yfir, 80-82.  Dagur Kár sá eini heimamanna með lífsmarki sóknarlega og nánast búinn að skora öll stig heimamanna.  Vörnin samt áfram úti á þekju.  Hjá Þórsurum draga Kanarnir og Ingvi vagninn.  En svo kom að því að Þyrnirós vaknaði af sínum væra blundi og heimamenn sýndu mátt sinn og megin og áður en varði var munurinn kominn upp í 10 stig, 96-86 og 2 ½ mínúta eftir.  Grindavík tók lokasprettinn 24-7 og því urðu lokatölur 104-89.

Hetjan

Dagur Kár var bestur heimamanna í kvöld og má segja að hann hafi bjargað þeim úr klípunni í 3. leikhluta þegar hann setti nokkra þrista sem kveiktu upp í heimamönum.  Kannski full djúpt í árina tekið að kalla hann hetju og þó....  Þorsteinn kom með sterka innkomu af bekknum og setti nokkra góða þrista.  Hjá Þórsurunum voru Ingvi og Kanarnir yfirburðar og þeir einu sem fóru yfir 10 skoruð stig.  Ingvi Rafn hreppir hnossið hjá mér og verður fróðlegt að sjá hvar hann spilar á næstu leiktíð.

Kjarninn

Heimamenn vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst og nú er það bara úrslitakeppnin.  Andstæðingurinn Tindastóll og ljóst að heimamanna bíður langt ferðalag á krókinn.  Þórsarar væntanlega sleikja sárin en eins og sagt er í Grindavík þá er það bara ÁFRAM GAKK!

Tölfræði leiksins

 

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 19. febrúar 2019

Framhalds ađalfundur hjá Knattspyrnudeild UMFG

Íţróttafréttir / 6. febrúar 2019

Grindavík semur viđ heimamenn

Íţróttafréttir / 1. febrúar 2019

Knattspyrnudeildin auglýsir eftir framkvćmdastjóra

Íţróttafréttir / 23. janúar 2019

Verđur Ingibjörg sannspá?

Íţróttafréttir / 2. janúar 2019

Viđurkenningar fyrir fyrstu landsleiki

Íţróttafréttir / 31. desember 2018

Ólafur og Ólöf Rún íţróttafólk ársins 2018

Íţróttafréttir / 31. október 2018

Leikjaskrá körfunnar er komin út

Íţróttafréttir / 29. október 2018

Tiegbe Bamba til liđs viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 17. október 2018

Kroppast úr knattspyrnuliđi Grindvíkinga

Íţróttafréttir / 11. október 2018

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Leikskólakörfuboltaćfingar hefjast í dag

Íţróttafréttir / 9. október 2018

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Íţróttafréttir / 8. október 2018

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Haustmót yngri iđkenda í júdó 2018 - breytt dagskrá

Íţróttafréttir / 5. október 2018

Grindvíkingar mörđu sigur á nýliđunum

Íţróttafréttir / 3. október 2018

Forvarnarvikan og UMFÍ leikur

Nýjustu fréttir

Ađalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG

 • Íţróttafréttir
 • 19. febrúar 2019

10. flokkur stúlkna bikarmeistarar

 • Körfubolti
 • 16. febrúar 2019

Hreyfing 2019 - Betri lífstíll

 • Íţróttafréttir
 • 30. janúar 2019

Ađalfundur GG fer fram 2. febrúar

 • Íţróttafréttir
 • 3. janúar 2019

Reynslubolti til liđs viđ Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 2. janúar 2019

Ţau fengu hvatningarverđlaun

 • Íţróttafréttir
 • 2. janúar 2019

Herrakvöld í Gjánni á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 21. nóvember 2018

Sjávarréttahlađborđ sunddeildarinnar á föstudaginn

 • Íţróttafréttir
 • 30. október 2018

Ískaldur 4. leikhluti kostađi Grindvíkinga sigurinn

 • Íţróttafréttir
 • 26. október 2018

Aukaađalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

 • Íţróttafréttir
 • 16. október 2018