ţri. 25. september 2018

Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund

 • Körfubolti
 • 22. janúar 2018

Grindavík tók á móti nágrönnum okkar frá Keflavík síðastliðinn föstudag, í leik sem flestir áttu sennilega von á að yrði hörkuspennandi viðureign. Sú varð raunin eftir 1. leikhluta, jafnt á öllum tölum 17-17, en síðan ekki söguna meira. Grindavík setti í fluggírinn í öðrum leikhluta þar sem Keflvíkingar komu aðeins 6 stigum á blað og úrslitin í raun ráðin. Minni og óreyndari spámenn fengu töluvert að sprikla í þessum leik og héldu góðum dampi í leik Grindavík, lokatölur 85-60.

Karfan.is var á staðnum að vanda:

Grindvíkingar lönduðu góðum sigri

Eflaust áttu margir von á hörku leik á milli nágrannaliðanna Grindavíkur og Keflavíkur í Mustad-höllinni í kvöld en það var öðru nær! Reyndar var jafnræði með liðunum í 1. fjórðungi en strax í 2. skildu leiðir svo um munaði....

Þáttaskil

Þáttaskilin klárlega í 2. leikhluta en þá einfaldlega skelltu heimamenn í lás og Keflvíkingar skoruðu einungis 6 stig! Keflvíkingar gerðu sig aldrei almennilega líklega í seinni hálfleik og lönduðu heimamenn öruggum sigri, 85-60.

Tölfræðin lýgur ekki

Enn og aftur vekur athygli mína, tölfræði Jóhanns Árna Ólafssonar, þ.e.a.s. hin athyglisverði +/- dálkur en eins og körfuboltaunnendur vita þá segir sú tölfræði til um hvernig liðinu gekk á meðan viðkomandi var inni á vellinum. Oftar en ekki skorar Jói hæst allra í þessum flokki og það oft á tíðum þrátt fyrir að vera ekki að tikka neitt sérstaklega í hin „týpísku" tölfræðibox. Jói var ásamt Sigurði Gunnarssyni með 28 í + en týpíska línan gefur honum 9 stig, 5 fráköst og 1 stoðsendingu, 9 í framlag. Samt er Jói hæstur í +/-, magnað hreint!

Ef það er einhver sem nýtur best af komu Bullocks þá er það líklega Sigurður Gunnar Þorsteinsson en hann átti marga ansi misjafna leiki fyrir jól en honum vex ásmegin með hverjum leiknum sem hann labbar inn á völlinn með Bullock! 28 framlagspunktar frá Sigga í kvöld (12 stig, 11 fráköst og 3 varðir boltar)

Skelfilegur leikur Harðar Axels vekur mesta athygli þegar rýnt er í tölfræði Keflvíkinga en Hörður setti einungis 5 stig en gaf þó 7 stoðsendingar. Hörður hitti afskaplega illa, 2/11. Eins var athyglisvert að sjá Kana gestanna stigalausan í hálfleik en svo endaði hann með 11 stig. Betur má ef duga skal fyrir Kana undir stjórn Friðriks Inga þjálfara.....

Hetjan

Hetjan í kvöld er sterk liðsheild Grindvíkinga. Allt annað að sjá til liðsins og greinilegt að menn hafa gaman af því sem þeir eru að gera og vinna hver fyrir annan. Allt annað að sjá vörnina en með henni vill góð sókn oft fylgja í kjölfarið. Grindvíkingar greinilega á réttri leið í leik sínum.

Kjarninn

Kjarni málsins er sá að Grindvíkingar virðast vera á réttri leið á meðan Keflvíkingar eru á þveröfugri leið! Skrýtið því með tilkomu Harðar Axels og Dominique Elliot sem er góður leikmaður þótt hann hafi ekki sýnt það í kvöld, þá eru Keflvíkingar vel mannaðir en eitthvað andleysi virðist ríkja hjá þeim um þessar mundir og ljóst að Frikki þjálfari þarf að draga nokkur trix upp úr jakkavasanum sínum en enginn skyldi afskrifa hann og hans menn, undirritaður er viss um að þeir munu rétta úr kútnum áður en langt um líður!

Umfjöllun, viðtöl / Sigurbjörn Daði Dagbjartsson

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtal við Jóhann Þór Ólafsson þjálfara

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 18. september 2018

Grindavík falliđ úr Pepsi-deild kvenna

Íţróttafréttir / 6. september 2018

Ingibjörg međ Grindavík á ný í vetur

Íţróttafréttir / 3. september 2018

Grindavík og Breiđablik skildu jöfn í Kópavogi

Íţróttafréttir / 31. ágúst 2018

Ćfingatöflur körfuknattleiksdeilda UMFG 2018-2019

Íţróttafréttir / 27. ágúst 2018

Terrell Vinson til liđs viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 24. ágúst 2018

Stundatöflur deilda 2018-2019

Íţróttafréttir / 21. ágúst 2018

Tveir erlendir leikmenn semja viđ Grindavík

Íţróttafréttir / 25. júlí 2018

Grindavík tapađi 0-2 heima gegn Blikum

Íţróttafréttir / 24. júlí 2018

Ađalfundur Pílufélags Grindavíkur verđur 31. júlí

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Íţróttafréttir / 2. júlí 2018

Fýluferđ til Vestmannaeyja

Íţróttafréttir / 28. júní 2018

8-liđa úrslit í Mjólkurbikarnum á föstudaginn

Íţróttafréttir / 25. júní 2018

Stelpurnar sóttu stig til Eyja

Íţróttafréttir / 22. júní 2018

Skrifađ undir fjóra leikmannasamninga í gćr

Íţróttafréttir / 21. júní 2018

Jafnt hjá Grindavík og HK/Víkingi

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Grindin býđur á völlinn annađ kvöld

Íţróttafréttir / 18. júní 2018

Skrifađ undir samninga viđ tíu leikmenn

Nýjustu fréttir

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG laugardaginn 29. september

 • Íţróttafréttir
 • 20. september 2018

Óli Stefán lćtur af störfum í lok tímabilsins

 • Íţróttafréttir
 • 4. september 2018

Grindvíkingar steinlágu í Lautinni

 • Íţróttafréttir
 • 28. ágúst 2018

17 ára í U19 landsliđiđ

 • Íţróttafréttir
 • 22. ágúst 2018

Sophie O'Rourke í Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 25. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

 • Íţróttafréttir
 • 12. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

 • Íţróttafréttir
 • 5. júlí 2018