Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar völtuđu yfir Selfoss í Lengjubikarnum

Grindavík tók Selfyssinga í kennslustund í sóknarleik í Lengjubikarnum í gær en Grindavík skoraði 6 mörk í leiknum gegn engu. Lauren Brennan var á skotskónum og setti 5 af 6 mörkum Grindavíkur. Liðið virðist vera að ná að stilla saman strengi nú þegar styttist í Pepsi-deildina en fyrsti leikur liðsins er þann 27. apríl á útivelli gegn Fylki.

>> MEIRA
Stelpurnar völtuđu yfir Selfoss í Lengjubikarnum
Ályktun ađalfundar UMFG vegna áfengisfrumvarps

Ályktun ađalfundar UMFG vegna áfengisfrumvarps

Aðalfundur UMFG þann 27. mars ályktaði eftirfarandi:

Aðalfundur UMFG (Ungmennafélags Grindavíkur) lýsir yfir andúð með áfengisfrumvarp sem er verið að leggja til við Alþingi Íslendinga. Aðgengi barna og ungs fólk að áfengi verður auðveldara ef þetta verður samþykkt. Reynum að fremsta megni að halda áfengi og öðrum vímugjöfum frá börnum og ungu fólki. Íþróttir eru besta forvörnin.

 

>> MEIRA
Ingunn Embla gerir upp tímabiliđ í spjalli viđ Karfan.is

Ingunn Embla gerir upp tímabiliđ í spjalli viđ Karfan.is

Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, er gestur 26. þáttar podcasts Karfan.is sem fór í loftið í morgun. Ingunn gerir upp hið ótrúlega hrakfallatímabil Grindavíkur þar sem liðið fór í gegnum 5 þjálfara, 2 erlenda leikmenn og heilan hafsjó af meiðslum.

>> MEIRA
Fyrsta golfmót ársins á laugardaginn

Fyrsta golfmót ársins á laugardaginn

Fyrsta mót ársins hjá Golfklúbbi Grindavíkur verður haldið laugardaginn 1. apríl. Í tilefni dagsins verður spilað með Texas Scramble fyrirkomulagi.

Deilt verður í samanlagða forgjöf kylfinga með 5, þó geta lið EKKI fengið hærri forgjöf en sem nemur 1. lægra en forgjafarlægri kylfingurinn í viðkomandi liði.

>> MEIRA
Ađalfundur UMFG 2017 í kvöld

Ađalfundur UMFG 2017 í kvöld

Við minnum á aðalfund UMFG sem haldinn verður í Gjánni kl 20:00 í kvöld, mánudaginn 27. mars.

Venjuleg aðalfundarstörf.

 

>> MEIRA