Ungmennafélag Grindavíkur

Grindvíkingar mörđu sigur á Akureyri

Grindvíkingar sluppu með skrekkinn gegn Þórsurum á Akureyri í gær en minnstu mátti muna að þeir glopruðu sigrinum úr höndum sér á lokasekúndunum. Grindvík leiddi svo til allan leikinn en Þórsarar gerðu áhlaup undir lokin og gerðu heiðarlega tilraun til að tryggja sér sigurinn. Í stöðunni 77-80 áttu Þórsarar víti, ofan í vildi boltinn ekki en Sigurður Þorsteinsson sótti boltann of snemma og heimamenn fengu 2 stig. Staðan 79-80 en Sigurður bætti upp fyrir mistökin og skoraði körfu eftir góða sókn og tryggði Grindvíkingum sigurinn.

>> MEIRA
Grindvíkingar mörđu sigur á Akureyri
Opnunartími í sundlaug og líkamsrćkt yfir jól og áramót

Opnunartími í sundlaug og líkamsrćkt yfir jól og áramót

Opnunartími sundlaugar og líkamsræktar yfir jól og áramót 2017 verður eftirfarandi:

>> MEIRA
Stuđningsmađur ársins 2017

Stuđningsmađur ársins 2017

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti.
Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi miðvikudaginn 20. desember.

Kristolína Þorláksdóttir var heiðruð sem stuðningsmaður ársins 2016.

>> MEIRA
Rashad Whack sendur heim

Rashad Whack sendur heim

Rashad Whack hefur leikið sinn síðasta leik með Grindavík, en þetta staðfesti Jóhann Þór Ólafsson þjálfari liðsins, í samtali við Víkurfréttir. Whack hefur átt nokkra ágæta spretti í vetur en hvorki verið stöðugur né mjög afgerandi sínum leik. Hann skoraði 22,8 stig, tók 4,5 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik sem hefur ekki dugað liðinu nógu vel, en Grindavík var spáð í toppbaráttuna fyrir tímabilið en situr í 8. sæti, þegar einn leikur er eftir á þessu ári.

>> MEIRA
Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden

Ingibjörg Sigurđardóttir til Djurgĺrden

Grindvíska knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir hefur gert 2 ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården. Ingibjörg hefur leikið með Breiðablik undanfarin ár og vakti athygli liða á erlendri grundu eftir vasklega framgöngu með landsliðinu á EM í sumar. Ingibjörg, sem fædd er árið 1997, er uppalin í Grindavík en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í efstu deild með Grindavík sumarið 2011.

>> MEIRA