Ungmennafélag Grindavíkur

Dósasöfnun 3. flokks kvenna í dag
Dósasöfnun 3. flokks kvenna í dag

3. flokkur kvenna í knattspyrnu mun ganga í hús í Grindavík seinnipartinn í dag mánudaginn 12. júní og safna dósum. Ef þið verðið ekki heima en viljið gefa dósir þá er ykkur velkomið að setja poka fyrir utan hurðina hjá ykkur og við komum og sækjum. Stelpurnar eru að fjárafla fyrir ferð á knattspyrnumót á Costa Blanca seinna í sumar.

Með von um jákvæð viðbrögð bæjarbúa.
Stelpurnar í 3. flokki kvenna.