Ungmennafélag Grindavíkur

KR í heimsókn í kvöld - ágóđinn af miđasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Ţallar
KR í heimsókn í kvöld - ágóđinn af miđasölunni rennur til fjölskyldu Ölmu Ţallar

Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-Höllinni í kvöld þegar að KR-ingar koma í heimsókn. Grindvíkingar ætla sér tvö stig og ekkert annað. En þó svo að leikurinn skipti máli í kvöld þá skiptir meira máli að Körfuknattleiksdeild UMFG hefur ákveðið að öll innkoma á leiknum í kvöld renni til Óla Más, Lóu og þeirra fjölskyldu vegna fráfals Ölmu Þallar. Hugur okkar er hjá þeim. Mætum í kvöld, styðjum og látum gott af okkur leiða.