Ungmennafélag Grindavíkur

Grindvíkingar hefja leik eftir jólafrí í Ţorlákshöfn
Grindvíkingar hefja leik eftir jólafrí í Ţorlákshöfn

Grindvíkingar leika sinn fyrsta leik eftir jólafrí í Domino's deild karla í kvöld þegar þeir heimsækja Þorlákshöfn. Fyrri viðureign liðanna lauk með sigri Grindavíkur í miklum spennuleik, 73-71. Síðan þá hafa okkar menn verið á nokkuð góðu róli í deildinni og fóru í fríið í 4. sæti. Vonandi fór jólafríið vel í strákana og þeim tekst að opna nýja árið með sigri.