Ungmennafélag Grindavíkur

Jón Axel valinn nýliđi vikunnar
Jón Axel valinn nýliđi vikunnar

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum með liði sínu Davidson en hann var valinn nýliði vikunnar í Atlantic 10 riðlinum í liðinni viku. Jón átti góðan leik á móti Jacksonville skólanum þar sem hann skoraði öll sín 10 stig í seinni hálfleiknum og var lykilmaður í áhlaupi liðsins sem tryggði þeim að lokum 75-60 sigur. Hann bætti einnig við sjö stoðsendingum, sex fráköstum og tveimur stolnum boltum.

Jón Axel kom heim í örstutt jólafrí á dögunum en er mættur aftur út enda leikur í kvöld. Jón er þó ekki einn úti þar sem að góður hópur vina og ættingja er mættur út til að styðja við bakið á okkar manni. 

Grindvísk æfing í hliðarsal Davidson skólans meðan Jón og félagar æfðu í aðalsalnum. Frá vinstri: Ingvi Þór Guðmundsson, Nökkvi Harðarson, Nökkvi Már Nökkvason, Hilmir Kristjánsson, Bragi Guðmundsson og Hekla Eik Nökkvadóttir.