Ungmennafélag Grindavíkur

Firmamótiđ á föstudaginn
Firmamótiđ á föstudaginn

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og skemmtilegasta áhorfandann.

Riðlakeppni hefst kl. 16:00 og er áætlað að undanúrslit og úrslit hefjist uppúr kl. 20.

Þátttökugjald er 30.000 kr á lið.

Skráning á heimirdadi08@gmail.com eða í síma 866‐9305