Ungmennafélag Grindavíkur

Ţristaregn frá Ţorsteini dugđi ekki til sigurs gegn Stólunum
Ţristaregn frá Ţorsteini dugđi ekki til sigurs gegn Stólunum

Grindavík tók á móti Tindastóli í Domino's deild karla í Mustad höllinni í gærkvöldi. Stólarnir hafa verið með sterkari liðum í vetur og höfðu aðeins tapað tveimur leikjum fyrir viðureign gærkvöldsins og því ljóst að um hörkuviðureign yrði að ræða. Grindavík var með nokkuð tök á leiknum framan af en gestirnir sigu fram úr í lokin og unnu að lokum, 80-87.

Þorsteinn Finnbogason átti stórleik og var hreinlega á eldi eins og þeir segja í bransanum, með 6 þrista í 10 tilraunum, og 12 fráköst að auki. Stórleikur hans dugði þó ekki til sigurs að þessu sinni en Þorsteinn hitnaði eins og örbylguofn í leiknum í gær. Strákarnir eiga núna einn leik eftir fyrir jólafrí, en það er útileikur í Borgarnesi 15. desember.

Karfan.is gerði leiknum skil:

Grindavík tók á móti Tindastól í Dominos deild karla í kvöld. Grindvíkingar leiddu leikinn þar til í lok þriðja leikhluta en þá tókst Tindastól að jafna og komast yfir. Tindastóll vann leikinn örugglega 80 - 87.

Þáttaskil
Grindvíkingar virtust tilbúnir til leiks í upphafi og náðu að komast í 10 - 0. Mest náðu Grindvíkingar að komast 16 stigum yfir. Þegar rúm ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta náði Tindastóll að jafna og komast yfir og staðan var orðin 64 - 67 Tindastól í vil. Tindastóll silgdi fram úr Grindavík hægt og bítandi og náði 12 stiga forskoti um tíma. Unnu síðan leikinn með 7 stigum. Tindastóll gafst aldrei upp og uppskar eftir því.

Hetjan
Þorsteinn Finnbogason átti stórleik fyrir hönd Grindvíkinga. Hann kom með þriggja stiga sýningu í fyrri hálfleik og setti niður 4/5 þrista en alls setti hann niður 6 þrista í leiknum. í heildina skilaði hann 18 stigum og tók 12 fráköst.

Cristopher Card skilaði 36 stigum fyrir Tindastól. Pétur Rúnar Birgisson átti einnig góðan leik fyrir Tindastól.

Kjarninn
Grindvíkingar töpuðu gegn Tindastól í leik þar sem Tindastóll gafst ekki upp. Grindvíkingar voru orðnir óþreyjufullir og leikmenn byrjuðu að taka léleg skot þegar Tindastóll komst yfir.


Tölfræði leiks
Myndasafn

 

Mynd úr safni