UngmennafÚlag GrindavÝkur

GrindavÝk fyrsta li­i­ til a­ vinna Ý KeflavÝk
GrindavÝk fyrsta li­i­ til a­ vinna Ý KeflavÝk

Grindavík varð á föstudagskvöldið fyrsta liðið til að vinna Keflavík á heimavelli í vetur, þrátt fyrir að Keflavík sé alltaf Keflavík í Keflavík eins og spekingarnir segja. Lokatölur urðu 96-102 Grindavík í vil en jafn var á flestum tölum megnið af leiknum.

Bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir áttu mjög góðan leik, Lalli með 18 stig á 16 mínútum og Ólafur var stigahæstur með 25 stig. Þeir fengu svo sérumfjöllun í Körfuboltakvöldi Dominos.

Þorsteinn Finnbogason, aka Togarinn, átti einnig góðan leik, skoraði 15 stig og djöflaðist í Amin Stevens í vörninni allan leikinn

Karfan.is bauð uppá beina textalýsingu frá leiknum.

Tölfræði leiksins