Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík - Haukur í kvöld. Hitađ upp međ hamborgurum
Grindavík - Haukur í kvöld. Hitađ upp međ hamborgurum

Grindavík tekur á móti Haukum í Dominos-deild karla kl. 19:15 í kvöld. Fyrir leik verður hitað upp með hamborgaraveislu sem verða til sölu milli 18:30 og 19:00. Um að gera að mæta snemma og koma sér í gírinn til þess að styðja strákana okkar til sigurs í kvöld.

Af Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar:

„Og áfram höldum við. Haukarnir mæta í Mustad-Höllina í kvöld á þessum venjulega tíma eða 19:15. Haukar unnu fyrsta leik sinn rétt eins og við og bæði lið ætla að vera ósigruð eftir kvöldið. Hlökkum til að fá ykkur öll á leikinn í kvöld. En tvö stór atriði !!! Atla-Körfu-borgararnir eru í sölu á milli 18:30 og 19:00. Til að gera þetta að hefð þarf að nýta þetta. Svo er stóra spurningin ??? Verða nýjir búningar frumsýndir í kvöld??? Mætum og styðjum...áfram Grindavík !!!“