Ungmennafélag Grindavíkur

Dominos-deild kvenna hefst í kvöld - Haukar koma í heimsókn
Dominos-deild kvenna hefst í kvöld - Haukar koma í heimsókn

Dominos-deild kvenna hefst í kvöld og er fyrsti leikur vetrarins hjá Grindavíkurkonum heimaleikur gegn Haukum. Leikurinn hefst kl. 19:15. Fyrir leik verður hitað upp með grillveislu í blíðunni og verða hamborgar til sölu ásamt árskortum í Gjánni fyrir leik. Skellum okkur á völlinn og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

Af Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar:

„Jæja Grindvíkingar !! Það er nú komið nett haustð í þetta hjá okkur sem þýðir margt en þó fyrst og fremst þetta.....Karfan byrjar !! Og á morgun miðvikudag byrjar kvennaliðið á því að taka á móti Haukunum í Mustad-Höllinni. Já þetta byrjar með látum. Aðeins breytt lið, nýr þjálfari og ung ný andlit í hóp og hvað er þá betra en að kíkja á leik og sjá hvað er í boði fyrir komandi vetur. Við verðum mætt tímanlega og verðum með öll kort í sölu fyrir veturinn en við verðum einnig að selja alvöru, djúsí hamborgara í Gjánni og grillum fram að leik á svokölluðu "djók" verði. Mættu í Mustad-Höllina og taktu púlsinn á þessu með okkur. Það er hörku vetur framundan. Hlökkum til að sjá ykkur.“