Facebook-síðu deildarinnar fyrir stundu að gengið hefði verið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil. Leikmaðurinn sem um ræðir ætti að vera Grindvíkingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Lewis Clinch sem lék með Grindavík veturinn 2013-2014, en það tímabil urðum við bikarmeistarar og lékum til úrslita í Íslandsmótinu gegn KR. Það tímabil skoraði Lewis 20,9 stig að meðaltali í leik, tók 4,2 fráköst og gaf 6,1 stoðsendingu."/>

Ungmennafélag Grindavíkur

Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur
Lewis Clinch snýr aftur til Grindavíkur

Körfuknattleiksdeild UMFG greindi frá því á Facebook-síðu deildarinnar fyrir stundu að gengið hefði verið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi tímabil. Leikmaðurinn sem um ræðir ætti að vera Grindvíkingum að góðu kunnur en það er enginn annar en Lewis Clinch sem lék með Grindavík veturinn 2013-2014, en það tímabil urðum við bikarmeistarar og lékum til úrslita í Íslandsmótinu gegn KR. Það tímabil skoraði Lewis 20,9 stig að meðaltali í leik, tók 4,2 fráköst og gaf 6,1 stoðsendingu.

Lewis lék m.a. í Japan eftir að hann lék hér á Íslandi en hefur undanfarið rekið sínar eigin þjálfunarbúðir „Pro guard development" - þar sem hann þjálfar bæði krakka og atvinnumenn, m.a. Draymond Green leikmann Golden State Warriors. Var það að sögn ein af ástæðunum fyrir því að Grindvíkingar ákváðu að semja við Lewis, en þeir vonast til að hann muni hjálpa til að við þjálfa og móta efnilega leikmenn félagsins.

Mynd: Vísir.is