Ungmennafélag Grindavíkur

Tap á Akureyri í 7 marka leik
Tap á Akureyri í 7 marka leik

Grindavík missti af þremur dýrmætum stigum í baráttunni um fyrsta sætið í Inkasso-deildinni í gær þegar liðið tapaði fyrir Þór á Akureyri í miklum markaleik, 4-3. Á sama tíma vann KA sinn leik gegn Fjarðabyggð og munar því 4 stigum á liðunum þegar 2 umferðir eru eftir, en þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni. Alexander Veigar Þórarinsson skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum og er markahæstur í deildinni með 14 mörk.

Umfjöllun Fótbolta.net um leikinn:

Hann var mjög fjörugur leikurinn á milli Þórs og Grindavíkur sem lauk fyrir stuttu í Inkasso-deildinni. Þetta var leikur í 20. umferð Inkasso-deildarinnar.

Alexander Veigar Þórarinsson og Ármann Pétur Ævarsson voru í stuði fyrir sín lið, en þeir settu báðir tvö mörk í fyrri hálfleiknum og þegar dómarinn flautaði til hálfeiks var staðan 2-2.

Þór náði svo forystunni þegar Björn Berg Bryde, varnarmaður Grindvíkinga varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Gunnar Örvar Stefánsson kom Þórsurum svo í 4-2 með marki úr vítaspyrnu áður en Alexander Veigar, markahæsti leikmaður deildarinnar, fullkomnaði þrennu sína. Það var hins vegar ekki nóg fyrir gestina og það voru Þórsarar sem unnu þennan leik, 3-2.

Grinda­vík hef­ur þegar tryggt sér Pepsi-deildarsæti, rétt eins og KA, en liðin slást nú um meist­ara­titil Inkasso-deildarinnar. KA er með 42 stig og Grinda­vík 41, en Þór er í þriðja sæti með 32 stig.

Textalýsing af Fótbolta.net

Viðtal við Alexander eftir leik

Myndaveisla frá Fótbolta.net: http://fotbolti.net/fullStory.php?id=215370

Mynd með frétt: Hafliði Breiðfjörð - Fótbolti.net