Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar í góđri stöđu - unnu Víking 0-4
Stelpurnar í góđri stöđu - unnu Víking 0-4

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna gerðu góða ferð vestur á Snæfellsnes á laugardaginn þar sem þær unnu lið Víkings í Ólafsvík, 0-4. Leikurinn var fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna þar sem leikið er um sæti í úrvalsdeild að ári. Seinni leikurinn verður hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:15. Markaskorarar Grindavíkur voru þær Marjani Hing-Glover sem setti tvö og þær Pete og Rakel Lind skoruðu sitt markið hvor.

Liðið sem vinnur þessa viðureign heldur áfram í 4-liða úrslit þar sem einnig eru spilaðir 2 leikir, heima og að heiman. Það lið sem vinnur þá viðureign tryggir sér með Úrvalsdeildarsæti á næstu leiktíð.