Ungmennafélag Grindavíkur

Viktoría Líf til liđs viđ Stjörnuna
Viktoría Líf til liđs viđ Stjörnuna

Hin efnilega Viktoría Líf Steinþórsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Viktoría, sem fædd er árið 2000, hefur látið rækilega að sér kveða með U15 og U16 ára landsliðum Íslands síðastliðin ár og var einnig farin að banka hressilega á dyrnar hjá meistaraflokki síðastliðinn vetur. Hún er nú flutt á höfuðborgarsvæðið til þess að stunda nám og mun því leika með Stjörnunni í vetur. Við óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi og vonumst að sjálfsögðu til að sjá hana aftur í gula búningnum þegar fram líða stundir.