UngmennafÚlag GrindavÝkur

Dr÷fn Einarsdˇttir valin Ý U19 landsli­i­ fyrir undankeppni EM
Dr÷fn Einarsdˇttir valin Ý U19 landsli­i­ fyrir undankeppni EM

Fyrir helgi var tilkynnti KSÍ hvaða leikmenn voru valdir í landslið U19 kvenna sem leikur í undankeppni fyrir Evrópumeistaramótið en leikið verður í riðlakeppni sem fram fer í Finnlandi 15. - 20. september næstkomandi. Fulltrúi Grindavíkur í hópnum er hin efnilega Dröfn Einarsdóttir en Dröfn hefur verið í lykilhlutverki hjá meistaraflokki kvenna undanfarin tvö sumur þrátt fyrir ungan aldur.

Dröfn lék alla leiki Grindavíkur í sumar í deild og bikar og þá á hún að baki 15 leiki með U17 ára landsliðinu. Við óskum Dröfn að sjálfsögðu til hamingju með landsliðssætið og óskum liðinu góðs gengis í undanriðlinum.

Af vef KSÍ:

„Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn sem leikur í riðli Íslands í undankeppni EM. Riðillinn verður leikinn í Finnlandi, dagana 15. - 20. september. Auk heimastúlkna leikur Ísland gegn Færeyjum og Kasakstan.

Efsta þjóðin í riðlinum mun tryggja sér sæti í milliriðlum ásamt 10 þjóðum, úr 11 riðlum, sem lenda í öðru sæti og verður spennandi að fylgjast með stelpunum í undankeppninni.“

Mynd: Facebook-síða meistaraflokks kvenna.