Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar rúlluđu riđlinum sínum upp
Stelpurnar rúlluđu riđlinum sínum upp

Grindavíkurkonur léku sinn síðasta leik í B-riðli 1. deildar í gær þegar þær lögðu lið Augnabliks að velli hér í Grindavík, 3-0. Mörkin skoruðu þær Majani Hing-Glover, Linda Eshun og Sashana "Pete" Campell. Grindavík endaði á toppi riðilsins með 37 stig, 9 stigum á undan næsta liði, með markatöluna 46-4. Nú tekur við úrslitakeppni um laust sæti í efstu deild þar sem Grindavík mætir liði Víkings frá Ólafsvík í 1. umferð, en leikið er heima og að heiman. Fyrri leikurinn er útileikur þann 3. september.