Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar tryggđu sig í úrslitakeppnina
Stelpurnar tryggđu sig í úrslitakeppnina

Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á Fjölni í gær, 0-2 á útivelli, þar sem Linda Eshun skoraði bæði mörkin. Þetta var 10 sigur liðsins í sumar og hafa þær nú tryggt sig inn í úrslitakeppnina um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Frábært sumar hjá stelpunum en þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum en skorað 39. Vonandi ná þær að fylgja þessum góða árangri eftir í næstu leikjum og tryggja sæti í deild þeirra bestu á ný.

Umfjöllun um leikinn af Facebook-síðu knattspyrnudeildarinnar:

Í gær unnu stelpurnar sinn 10 sigur í sumar er þær lögðu lið Fjölnis 0-2 á útivelli í gær. Linda Eshun skoraði bæði mörk Grindavíkinga en Fjölnisstelpur áttu lítið svar við leik okkar stúlkna. Áttu þær einungis 2 skot á mark og komu þau eftir 2 hornspyrnur.

Stelpurnar eru þar af leiðandi komnar í úrslitakeppnina um Pepsideildarsæti þar sem lið Hauka sem er í 2. sæti riðilsins gerði jafntefli í gær og eru því 6 stigum á eftir okkur þegar 2 umferðir eru eftir að riðlakeppninni og Augnablik sem er í 3ja sæti er með 21 stig. Búið að vera frábært sumar hjá stelpunum sem hafa skorað 39 mörk í 12 leikjum og fengið einungis á sig 3 mörk.

Næsti leikur stúlknanna er á móti Aftureldingu á útivelli 18. ágúst.