Ungmennafélag Grindavíkur

Sumarćfingar körfuboltans á fullu
Sumarćfingar körfuboltans á fullu

Sumaræfingar hjá körfuboltanum eru í fullum gangi og ganga mjög vel. Mæting hefur verið góð hjá eldri iðkendum en mætti vera betri hjá þeim yngri. Við hvetjum alla krakka til þess að kikja á körfuboltaæfingar í sumar og þá sérstaklega 6-11 ára. Það er ókeypis að æfa í allt sumar.

6-10 ára æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl 15:00.

11-18 ára mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 16:00.