Ungmennafélag Grindavíkur

Jafntefli í toppslagnum
Jafntefli í toppslagnum

Grindavík og Augnablik mættust í toppslag B-riðils 1. deildar kvenna í Fagralundi í Kópavogi í gær. Tvö mörk litu dagsins ljós snemma í leiknum, Grindavík komst yfir með marki frá Lauren Brennan á 19. mínútu en heimastúlkur jöfnuðu á 35. mínútu. Þar við sat og lokaniðurstaðan því jafntefli og Grindavík áfram á toppnum. Grindavík er nú með 16 stig í efsta sæti eftir 7 leiki en Augnablik með 14 stig í 2. sætinu.