Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavíkurstúlkur í stóru hlutverki hjá U16 landsliđinu
Grindavíkurstúlkur í stóru hlutverki hjá U16 landsliđinu

Þessa dagana stendur yfir í Finnlandi Norðurlandamót unglingalandsliða í körfuknattleik. Lokaumferðin fer fram í dag en Grindavík á þrjá fulltrúa í U16 ára liði kvenna. Þær Hrund Skúladóttir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir og Viktoría Líf Steinsþórsdóttir hafa allar verið atkvæðamiklar á mótinu, en Hrund er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 16,3 stig að meðaltali í leik, og 3. stigahæsti leikmaður mótsins. 

Ísland sigraði Eistland í gær, 71-55, og var Hrund valin maður leiksins á karfan.is, en hún skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Stelpurnar spila lokaleik sinn í dag gegn Finnum kl. 12:45 en það gætu nælt sér í 2. sætið á mótinu með sigri í þessum leik.

Tölfræði mótsins.

Mynd frá karfan.is