Ungmennafélag Grindavíkur

Selfyssingar stálu stigi á lokametrunum
Selfyssingar stálu stigi á lokametrunum

Grindavík tók á móti Selfossi í Inkasso-deildinni á föstudaginn, þar sem lokatölur urðu 1-1. Juan Manuel Ortiz Jimenez kom okkar mönnum yfir snemma í leiknum og allt leit út fyrir að Grindavík myndi fara með sigur af hólmi þar til í blálokin, en gestirnir jöfnuðu leikinn á 93. mínútu og jafntefli staðreynd. Grindavík er því áfram í 3. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki. Næsti leikur er útileikur gegn Fjarðabyggð á Eskifirði næstkomandi laugardag.