Ungmennafélag Grindavíkur

Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld - Fylkir í heimsókn
Bikarslagur á Grindavíkurvelli í kvöld - Fylkir í heimsókn

Það verður sannkallaður bikarslagur á Grindavíkurvelli kl. 19:15 í kvöld en þá koma Fylkismenn í heimsókn í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Grindvíkingar hafa verið á miklu flugi í upphafi sumars og sitja í efsta sæti Inkasso-deildarinnar meðan hvorki gengur né rekur hjá Fylkismönnum sem sitja á botni Pepsi-deildarinnar, sigurlausir.

Leikurinn hefst eins og áður sagði kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á völlinn og styðja við bakið á strákunum okkar.

Mynd: vf.is