Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á KA
Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á KA

Grindavík er komið áfram í Borgunarbikar karla eftir sigur á KA í jöfnum og spennandi leik sem lauk með 1-0 sigri okkar manna. Björn Berg Bryde skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar eru því komnir í 16-liða úrslit bikarsins en urðu þó fyrir nokkrum skakkaföllum í leiknum þar sem þeir Andri Rúnar Bjarnason og Úlfar Hrafn Pálsson þurftu báðir að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla.

Fótbolti.net greindi frá:

„Grindavík varð í kvöld fimmta liðið til að tryggja sér farseðil í 16-liða úrslit þegar liðið fékk KA í heimsókn í 1.deildarslag.

Björn Berg Bryde kom heimamönnum yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en nokkurt jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins.

Fleiri urðu mörkin ekki og bætist Grindavík því í hóp með Fram, Leikni R, Gróttu og Vestra sem öll eru komin í 16-liða úrslitin.“