Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til Grindavíkur en hann kemur á lánssamningi frá Víkingi R."/>

Ungmennafélag Grindavíkur

Grindvíkingar komnir međ markvörđ og einn sóknarmann til
Grindvíkingar komnir međ markvörđ og einn sóknarmann til

Grindvíkingar hafa verið með allar klær úti á leikmannamarkaðnum síðustu daga. Eins og við greindum frá á dögunum var markvörðurinn Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til Grindavíkur en hann kemur á lánssamningi frá Víkingi R.

Þeir félagar voru báðir í byrjunarliðinu í síðasta leik fyrir austan. Grindvíkingar eiga svo eitt tromp ónotað uppí erminni en Óli Stefán þjálfari sagði í viðtali við Víkurfréttir í gær að á bekknum væri brasilískur Scott Ramsay sem væri óðum að komast í leikform.

Grindavík tekur á móti Leikni frá Fáskrúðsfirði á Grindavíkurvelli á morgun kl. 16:00

Fótbolti.net greindi frá:

„Grindavík hefur fengið framherjann Andra Rúnar Bjarnason á láni frá Víkingi R. og markvörðinn Hlyn Örn Hlöðverðsson á láni frá Breiðabliki.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Andri Rúnar er framherji sem kom til Víking R. frá BÍ/Bolungarvík fyrir síðasta tímabil.

Hinn 25 ára gamli Andri skoraði þrjú mörk í tuttugu deildar og bikarleikjum með Víkingi í fyrra. Hann kom inn á sem varamaður í tapi liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi.

Hlynur Örn er tvítugur markvörður en hann var á láni hjá Tindastóli í 2. deildinni í fyrra.

Anton Ari Einarsson varði mark Grindavíkur í sigrinum á Haukum í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar en Valur kallaði hann til baka úr láni í vikunni. Hlynur á að fylla hans skarð.“