Ungmennafélag Grindavíkur

Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á Fjölni
Grindavík áfram í bikarnum eftir sigur á Fjölni

Grindavíkurkonur hófu knattspyrnusumarið með stæl í gær þegar þær lögðu Fjölni að velli í Borgunarbikarnum, 0-2. Mörkin létu eitthvað á sér standa en á 77. mínútu skoraði Anna Þórunn Guðmundsdóttir fyrirliði mark og Marjani Hing-Glover kláraði svo dæmið á 88. mínútu og góður sigur í höfn. Grindavík er því komið áfram en þær mæta Aftureldingu á útivelli í næstu umferð þann 23. marí.

Myndin sem fylgir þessari frétt er af Facebook-síðu liðsins, en við hvetjum alla til að smella einu like-i á þá skemmtilegu síðu.