Ungmennafélag Grindavíkur

Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina
Ţrír Íslandsmeistaratitlar í júdó til Grindavíkur um helgina

Íslandsmótið í júdó í flokki 21 árs og yngri fór fram um helgina og þar áttu Grindvíkingar 11 keppendur. Allir keppendur Grindavíkur komust á verðlaunapall og komu heim með 3 Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 4 brons. Tinna Einarsdóttir náði þeim magnaða árangri að verða Íslandsmeistari í flokki drengja U13 -52 kg. Þá sigraði Adam Latkowski í flokki U15 -34 kg og Hjörtur Klemensson fór með sigur af hólmi í U13 -42. 

Arnar Már Jónsson, þjálfari Grindvíkinga, greindi frá úrslitunum á Facebook:

Frábær dagur hjá okkar glæsilega júdó fólki. Íslandsmót 21 árs og yngri fór fram í dag áttum við þar 11 keppendur. 3 íslandsmeistarar, 4 silfur og 4 brons.

Í u-15 -34 kg mættust bræðurnir Adam og Róbert Latkowski og var barist grimmt og unnu þeir sitt hvora glímuna sem varð til þess að þeir urðu að fara í 3 glímuna þar sem Adam sigraði og endaði sem Íslandsmeistari í u-15 -34 og Róbert tók silfrið. Hjörtur Klemensson var íslandsmeistari u-13 - 42 kg vann allar sínar glímur með glæsibrag. Ágústa Olsson fékk engan keppanda í stelpna flokki svo hún keppti á móti drengjum í u-13 -40 og landaði hún bronsi eins og hetja.

Agnar Guðmundsson keppti til úrslita í u-13 -46 og endaði hann með silfur eftir gríðarlega flotta úrslita glímu.
Kristinn Guðjónsson keppti í u-15 -42 kg og náði 3 sæti eftir flottar glímur. Tinna Einarsdóttir fékk engar stúlkur í sínum flokki svo hún keppti í gríðarlega sterkum drengja flokki u-13 -52 kg þar sem hún fór gjörsamlega á kostum og sigraði allar sínar glímur með glæsibrag hún er sem sagt íslandsmeistari drengja.

Guðmundur Sigfinnsson var í mjög sterkum flokki u-18 -90 kg átti hann mörg góð tilþrif og landaði bronsi. Aron Snær Arnarsson keppti líka í u-18 -90 kg átti flottar glímur fór í úrslit þar sem hann náði silfri. Aron Snær Arnarsson keppti líka upp fyrir sig í flokki sem heitir u-21 -90 kg þar sem hann landaði líka silfri. Pétur Sigurðarson þungarvigtarinn okkar keppti í u-18 +90 kg átti flott tilþrif og negldi bronsið.

Öll innilega til hamingju svo stoltur af ykkur öllum er svo heppinn og stoltur að þjálfa ykkur.

Arnar Már