Ungmennafélag Grindavíkur

Úrslitahelgi 8. flokks kvenna
Úrslitahelgi 8. flokks kvenna

Úrslitakeppni 8. flokks kvenna í körfubolta fer fram um helgina, en Grindavíkur hefur leik í dag kl. 18:00. Grindavík hefur unnið allar törneringar vetursins en nú þarf að klára dæmið og landa titlinum. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja í íþróttahúsið um helgina og hvetja okkar stelpur áfram. Leiktímar Grindavíkur eru eftirfarandi:

Föstudagurinn 29. apríl

Kl. 18:00 Grindavík - Stjarnan
Kl. 21:00 Grindavík - Njarðvík

Laugardagurinn 30. apríl

Kl. 13:00 Grindavík - Hamar/Hrunamenn
Kl. 15:00 Grindavík - Keflavík