Ungmennafélag Grindavíkur

Sigurpáll tók brons um helgina
Sigurpáll tók brons um helgina

Íslandsmót fullorðina hjá Júdósambandi Íslands fór fram á laugardaginn. Sigurpáll Albertsson keppti fyrir hönd Grindavíkur og stóð sig gríðarlega vel og hampaði bronsi í einum erfiðast flokki sem til er í júdó, -90 kg. Til hamingju með þennan frábæra árangur, Sigurpáll!