Ungmennafélag Grindavíkur

Fara sóparnir á loft í Hafnarfirđi í kvöld?
Fara sóparnir á loft í Hafnarfirđi í kvöld?

Þriðja viðureign Grindavíkur og Hauka í 4-liða úrslitum Dominosdeildar kvenna fer fram í Hafnarfirði í kvöld, en Grindavík hefur komið skemmtilega á óvart í einvíginu og leiðir 2-0. Það er því sannkallaður úrslitaleikur sem fer fram á eftir en með sigri tryggja okkar konur sér farseðil í úrslitin. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í fjörðinn og styðja okkar stelpur til sigurs!