UngmennafÚlag GrindavÝkur

Dr÷fn Einarsdˇttir Ý U17 landsli­inu, leiki­ ß morgun
Dr÷fn Einarsdˇttir Ý U17 landsli­inu, leiki­ ß morgun

Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í fótbolta, hefur verið valin í U17 ára landslið kvenna sem leikur í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM. Dröfn á þegar að baki 12 leiki með liðinu og hefur skorað í þeim 1 mark. Hún var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks á liðnu sumri en hún var í stóru hlutverki með liðinu og lék alla leiki sumarsins nema einn.

KSÍ.is greindi frá:

U17 landslið kvenna leikur í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM og er fyrsti leikdagur fimmtudagurinn 24. mars. Leikið er í Serbíu og auk heimastúlkna og Íslendinga eru Belgar og Englendingar í riðlinum. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Belgía.

Fylgst verður með gangi leikjanna á vef UEFA og eru áhugasamir hvattir til að nýta sér textalýsinguna þar. Landsliðshópurinn kom saman til æfinga um liðna helgi til undirbúnings.

EM U17 kvenna á uefa.com

Riðillinn og leikirnir

Íslenski hópurinn