UngmennafÚlag GrindavÝkur

┌rslitaleikur um ˙rslitakeppnina
┌rslitaleikur um ˙rslitakeppnina

Stelpurnar okkar leika í kvöld síðasta leikinn sinn í Dominosdeild kvenna þennan veturinn en framundan er úrslitakeppnin og sæti þar er ekki tryggt nema með sigri í kvöld. Grindavík heimsækir Keflavík en fyrir leikinn eru liðin í 4. og 5. sæti deildarinnar. Fjórða sætið er síðasta sætið í úrslitakeppninni. Grindavík er með tveggja stiga forskot á Keflavík en þar sem að Keflavík er með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna komast þær í 4. sætið með sigri í kvöld. Það verður því sennilega barist til síðasta blóðdropa í Sláturhúsinu og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar konur til sigurs.

Leikurinn hefst kl. 19:15