UngmennafÚlag GrindavÝkur

┌rslitakeppnin hefst Ý kv÷ld Ý DHL-h÷llinni
┌rslitakeppnin hefst Ý kv÷ld Ý DHL-h÷llinni

Grindvíkingar hefja leik í úrslitakeppni Dominosdeildar karla í kvöld þegar þeir sækja topplið KR heim. Okkar menn þurfa að taka á öllu sem þeir eiga í þessari viðureign enda við ramman reip að draga. Þeir treysta því á þinn stuðning og við gerum ekki ráð fyrir öðru en að stúkan verði nánast algul í kvöld. Allir á völlinn og áfram Grindavík!

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildarinnar var útkall gulur í dag:

GRINVÍKINGAR nær og fjær !!!
Stundin er runninn upp og úrslitakeppnin byrjar í kvöld. Við förum í DHL Höll KR-inga og sækjum þar sigur. Alþjóðasamfélagið virðist ekki hafa mikla trú á okkur og það er einmitt drifkrafturinn sem við viljum. Það eru allir klárir í slaginn. spurningin er bara ert ÞÚ klár ?? Sjáumst í DHL í kvöld merkt GULU. Áfram Grindavík !!