UngmennafÚlag GrindavÝkur

Lokaumfer­ Dominos deildar karla Ý kv÷ld
Lokaumfer­ Dominos deildar karla Ý kv÷ld

Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og er mikið undir hjá Grindvíkingum þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Til þess að komast þar inn verða okkar menn bæði að vinna sinn leik gegn Njarðvík og stóla á að Snæfell misstígi sig gegnum Þórsurum þar sem að liðin eru jöfn að stigum í 8. og 9. sæti en Snæfell hefur vinninginn í innbyrðis viðureignum. 

Erlendir leikmenn liðanna hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarna daga en Chuck Garcia okkar Grindvíkinga hefur verið að glíma við öndunarerfiðleika en fregnir herma að hann verði pústaður í gang fyrir kvöldið. Þá er Stefan Bonneau þeirra Njarðvíkinga mættur aftur á parketið eftir hásinaslit og sagan segir að hann verði í búningi í kvöld þó óvíst sé með spilatíma.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og við skorum á alla Grindvíkinga að láta sjá sig í gulu og hvetja okkar menn til sigurs. 24 ár í úrslitakeppninni í röð eru í húfi!