72-80. Whitney Frazier var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og 14 fráköst. Sigrún Sjöfn átti einnig góðan leik, skoraði 18 stig og tók 10 fráköst."/>

Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna
Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna

Grindavíkurkonur ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en þær sóttu tvö dýrmæt stig í Hveragerði í gær. Þó svo að Hamar sitji á botni deildarinnar létu þær Grindavík hafa töluvert fyrir sigrinum en hann hafðist þó að lokum, lokatölur 72-80. Whitney Frazier var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og 14 fráköst. Sigrún Sjöfn átti einnig góðan leik, skoraði 18 stig og tók 10 fráköst.

Grindavík og Keflavík eru því jöfn að stigum, í 4.-5. sæti en Grindavík á einn leik til góða. Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn Stjörnunni á laugardaginn.