Ungmennafélag Grindavíkur

Gulur dagur á morgun
Gulur dagur á morgun

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll um helgina, þar sem Grindavík á fjögur lið. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í höllina, en forsölu lýkur í dag kl. 18:00 í Palóma. Til að keyra upp bikarstemminguna verður gulur dagur á morgun hjá stofnunum bæjarsins og hvetjum við alla til að mæta í gulu til vinnu og í skóla.

Minnum á #grindavik en Instagram myndir með því merki birtast hér til hliðar.

ÁFRAM GRINDAVÍK!