Ungmennafélag Grindavíkur

Búningamátun og sala hjá körfuboltanum á morgun
Búningamátun og sala hjá körfuboltanum á morgun

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með mátun og sölu á körfuboltabúningum í Gjánni á morgun, föstudaginn 5. febrúar kl. 17:00 

Búningarnir, treyja og buxur, kosta 10.000 og þarf að staðgreiða við pöntun. Athugið að einnig er hægt að kaupa treyjur stakar og því er þetta kjörið tækifæri fyrir stuðningsmenn til að fata sig upp fyrir stúkuna.