Ungmennafélag Grindavíkur

Stelpurnar í 9. flokki komnar í bikarúrslitin
Stelpurnar í 9. flokki komnar í bikarúrslitin

Fjórða lið Grindavíkur tryggði sér sæti í bikarúrslitunum í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar, þegar Grindavík sigraði Keflavík í 9. flokki stúlkna. Lokatölur urðu 43-34 en að sögn kunnugra var sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Grindavík mun því eiga fjóra fulltrúa á bikarhelginni og raunar er möguleiki á að fimmta liðið bætist í hópinn því að strákarnir í drengjaflokki spila við Njarðvík í 4-liða úrslitum á laugardaginn.

Mynd: Grindavík.net