Ungmennafélag Grindavíkur

Skallagrímsmenn afgreiddir í Fjósinu
Skallagrímsmenn afgreiddir í Fjósinu

Grindvíkingar gerðu góða ferð í Borgarnes í gær þegar þeir lögðu Skallagrím að velli í Powerade bikarnum. Grindavík er því komið í 4-liða úrslit þar sem þeir mæta KR á heimavelli. Grindavík lagði grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta sem vannst 31-17. Chuck Garcia átti góðan leik í frumrauns inni með liðinu, var stigahæstur með 27 stig og gaf einnig flestar stoðsendingar, 5 talsins. 

Grindvíkingar voru sjóðheitir fyrir utan þriggjastigalínuna og settu 17 þrista í 36 tilraunum, sem gerir 46% nýtingu. Heimamenn náðu að minnka muninn í 6 stig í 4. leikhluta en nær komust þeir ekki og lokatölur urðu 95-105.

Tölfræði leiksins

Myndasafn karfan.is (Ómar Örn Ragnarsson)