Ungmennafélag Grindavíkur

Frumraun Chuck Garcia í bikarnum í kvöld
Frumraun Chuck Garcia í bikarnum í kvöld

Karlalið Grindavíkur heimsækir Borgarnes í kvöld þar sem þeir leika gegn Skallagrímsmönnum í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins. Grindvíkingar mæta með nýjan leikmann til leiks sem þreytir frumraun sína á Íslandi í kvöld en það er framherjinn Chuck Garcia sem gekk til liðs við Grindavík á dögunum. Chuck er stór og stæðilegur framherji, um 208 cm á hæð og eins og sést á meðfylgjandi myndbandi er hann ansi fjölhæfur leikmaður. 

Við hvetjum Grindvíkinga til að fjölmenna í Borgarnes í kvöld til að berja kappann augum og auðvitað hvetja okkar menn áfram því næsti heimaleikur er ekki fyrr en 21. janúar.